Þegar sjúkdómurinn verður persónan

Orri Harðarson skrifar pistilinn: Ertu maður, eða ertu sjúkdómur? Hann skrifar skýrt og skilmerkilega um málefni sem ég kaffærði í orðaskrúða og slæmri málfræði í færslu frá 19. október, 2006: fallacius pluralibus. Ég veit reyndar ekki hvað þessi titill átti að fyrirstilla, en mér sýnist þetta hafa verið máttlaus tilraun mín til að búa til bull latínu, sem átti að hljóma eins og eitthvað ættað úr læknisfræði. Fallacius pluralibus, er eftir því sem ég best fæ séð: munnmök í fleirtölu. En munnmök er víst ekki til í eintölu. “Á ég að veita þér munnmak, kæra ungfrú?” , sagði ungi herrann og brosti góðlátlega. Nei, ekki aldeilis, – munnmak er ekki flott orð!

Orri Harðarson er frá og með deginum í dag, kominn í gúgúl rass lesarann minn.

4 thoughts on “Þegar sjúkdómurinn verður persónan”

  1. já hann er ekki eins upptekinn af að hljóma gáfulega hann Orri eins og þú þarna síðla október 2006 ….

  2. Sjitt mar, þarna fórstu út fyrir flokkslínuna…nú færðu örugglega að heyra það….eða kannski ertu bara í sjálfsvorkunn.

  3. jamm meikar sens hann Orri, þótt margir eigi eftir að sveiflast.

Comments are closed.