Hvað er málið með hvað er málið?

Á google.com ef leitað er að “Hvað er málið?”, innan gæsalappa, skilar leitin 74,800 niðurstöðum. Ef gæsalappir eru notaðar í leit á google, veit leitarvélin að hún á eingöngu að skila þeim niðurstöðum þar sem leitarstrengurinn kemur orðrétt fyrir. Mér dettur því í hug að þetta sé ein ofnotaðasta og jafnframt hundleiðinlegasta spurning/upphrópun notuð í íslenskum texta á netinu.
Ég leitaði einnig að “málið er dautt” – sem er enn eitt ofnotað orðatiltæki – og skilar leitin 7,360 niðurstöðum. Hvað þýðir þetta annars? Hvaða mál er dautt? Afhverju er okkur keppikefli að drepa málið? Hvað gerði málið af sér?
Einu sinni sat ég kynningu hjá virðulegu fyrirtæki hér í borg. Sölumaðurinn, sagði 30 sinnum: “málið er dautt” og 20 sinnum: “on the fly.” “On the fly” skilar 15,500,000 niðurstöðum.

Ef einhver veit um íslenskt orðatiltæki, sem skorar hærra en “Hvað er málið?”, þá væri gaman að heyra af því.

21 thoughts on “Hvað er málið með hvað er málið?”

  1. Hvað með það? Sem skilar 70.400 sem btw er skráð ca 15 milljón sinnum OMG! Uppá 72.200.000
    Kræst! 17.700 og svona festist maður….

  2. “Verum í bandi” skorar hæst á listanum mínum yfir hallærisleg orðatiltæki ….. fokking ömurlegt.

  3. ég hef reynt að temja mér að segja heldur “hvert er málið?”

    mér finnst það málfræðilega réttara
    😉

  4. “Hvað með það?” sem skilar 70.400
    sem “btw” er skráð ca 15 milljón sinnum
    “OMG!” Uppá 72.200.000
    “Kræst!” 17.700 og svona festist maður….

    Þetta eru 4 leitarorð!

  5. Það skorar ekki hærra en það er athyglisvert að skoða “karlmenn eru aumingjar” vs. “konur eru aumingjar”. Það ætti að gefa okkur einhverja hugmynd um það hvort kynið bloggar meira…

  6. “Hvað með það?”

    AltaVista found 38,300 results

    Þetta var kl. 21.15

    “btw”

    AltaVista found 189,000,000 results
    Þetta var kl. 21.16

    “kræst!”

    AltaVista found 23,000,000 results
    Þetta var kl.21.17

    “omg!”

    AltaVista found 203,000,000 results
    um kl.21.18

    “OMG!” skilar sömu niðurstöðum kl.21.19

    “drepa tímann” skilaði 10.600 niðurstöðum kl.21.21

    Svo er að sauma þetta í refilsaum og leigja sér gallerí…

  7. Sigurður minn ég held að þú hafir “drepið málið” nú með þessu bloggi þínu.

  8. “Knús og kram” er viðbjóðslegur frasi sem mér hefur fundist ofnotaður nú um mundir en hann skilaði mér til undrunar einungis 5.550 niðurstöðum.

  9. Ég trúi þessu ekki, er til fólk sem notar Altavista?
    Er þá ekki bara kíkt á leitarniðurstöðurnar á Netscape á meðan að liðið er eitthvað að rugla á #Iceland á IRCinu í bakgrunni?

  10. Ég hef aldrei heyrt þetta áður Allý. Þetta er sannkallaður viðbjóður. Hvað á þetta annars að þýða? Jú, ég veit hvað knús er, en hvað merkir kram í þessu samhengi? Ég læt fylgja með orðabókarskýringu:

    kram -s HK

    (um haldlausan óþarfavarning) varningur, vefnaðarvara
    falla (passa) í kramið (niðrandi merking) hæfa e-u, samlagast

  11. Ég er algerlega heyrnarlaus á því eyra sem snýr að Danna. Eða blind á því auga osfrv.

    Knús og kram er stökkbreyting úr “puss och kram” sem þýðir koss og faðmlag á sænsku.

    Svo verður kossinn að knúsi og faðmlagið að kram(araumingja).

  12. Auk þess langar mig að benda á fáránlega afbökun á “no pain,no gain” sem ég hef nokkrum sinnum rekist á :”no pain,no game”. Lenti nánast í slagsmálum við góða vinkonu mína sem hafði þessa speki úr 12 spora batteríinu.
    Svo sá ég þetta skrifað í athugasemdir á ágætri síðu – af fyrirmyndar nemanda sem kann meira að segja að passa ljón.

    Og þá dettur mér í hug: Svo lengist lærið sem lífið…

Comments are closed.