Beautiful Mr. Chomsky

Ég er sérstaklega hrifinn af þessum manni. Hann vill meina að til að halda fólki á mottunni er nauðsynlegt að hafa ofan af fyrir því með allskonar kjaftæði. Fótbolti og annað sjónvarpsefni sérsniðið fábjánum er til þess gert að halda fólki það uppteknu að það sjái ekki hvað er að gerast í kringum það. Ef að fólki líður vel fer það að kæra sig kollótt yfir því þó eitthvað yfirvald kemur því þannig fyrir að það fái svo til hverju sem er framgengt. Fólk verður með tímanum blint og aðalatriðin hætta að skipta máli svo lengi sem það getur holað sér niður eftir erfiðan dag á skrifstofunni með bjór, pizzu og brúnan stælgæja sem er að redda þessu í Miami eða hvar í fjandanum sem einhver er að massa það svona helvíti hressilega. Þetta á þó alveg sérstaklega við um þá sem aðhyllast hverskyns boltaíþróttir. Alveg deginum ljósara að það er eitthvað að karlmönnum sem koma saman til að runka sig yfir öðrum eins ófögnuði. Andskotans pakk. Svo er röddin í honum Chomsky alveg einstaklega falleg. Maður svo gott sem fellur í stafi og frussar þegar þessi maður opnar munninn.

Heiðarlegri tilraun til að brydda upp á pólítík lokið.

Hengja og skjóta alla helvítis þrjóta dagur í dag.

Ég á til alveg óeðlilega mikið af viðbjóði og pirring í deginum í dag. Ég á svo mikið af þessu að ég hef ákveðið að gefa með mér allan þennan viðbjóð. Því segi ég “gakk í sjóðinn og tak ykkur hnefa, því sál mín er mettuð og barmafull”.

Það er einmitt talað um það í akademíunni að maður eigi alls ekki að liggja á þessum guðs gjöfum, heldur einmitt að deila þeim með eins mörgum og unnt er. Ég hef haft þetta að leiðarljósi, svo ef einhverjum vantar eitthvað upp á þunglyndið sitt, þá yrði mér sannkallaður heiður í því að bæta því við sem upp á vantar.

Já, ég geri mér grein fyrir því að mér er það í sjálfval sett hvort ég velti mér upp úr ákveðnum hlutum, en oftar en ekki er erfitt að setja botn í mál sem hafa verið viðvarandi í langan tíma. Ég hef ekki trú á því að persóna geti orðið það glymrandi andlega æðisgengin að ekkert bíti á hana. Guð sé oss næstur ef það er orðið keppikefli.

Ég vill mæla sérstaklega með hljómsveitinni Talking Heads sem meðal við grámyglu og skít.

Melinda and Melinda

Nýjasta mynd Woody Allen er ekki að fá svo frábæra gagnrýni. Ég hinsvegar er svo ömurlegur að ég get kyngt nánast hverju svo sem hann setur nafn sitt við. Mér finnst hann æðisgenginn. Ég sá Melinda and Melinda í bíóhúsi á 42nd street í New York. Hún varð fyrir vikið mun áþreifanlegri og ekki skemmdi það stemmninguna að eitt atriðið er tekið fyrir framan þetta bíóhús. Ég kann að meta þessa kómísku dramatík hans Woody, þar sem hann segir sögu fólks sem er yfir höfuð alveg hræðilega tilgerðarlegt og upptekið af sjálfu sér. Í gegn skín að hin eilífa ömurlega leit af sannri ást er alveg ótrúlega mikið helvítis kjaftæði. Í það minnsta eru náin kynni tímabundið sæluástand sem er dæmt til að fjara út og deyja kvalafullum og viðbjóðslegum dauðdaga.