Vorum að taka upp nýja sendingu af þunglyndi!

Það er bráðfyndið þegar fyrirtæki láta fylgja með í auglýsingum: Vorum að opna nýja vefsíðu! Eiga þessi fyrirtæki von á að fólk hætti umsvifalaust öllu því sem það er að gera, slái í eftirvæntingu inn lénið til að sjá hvað nýja vefsíðan er fín og flott. Nei, það er öllum andskotans sama.

Þannig er það nú bara.

röð aðgerða

Ég vaknaði fyrir allar aldir og er ég hafði lokið við hefðbundinn bolla af mjólkurkaffi, hófst ég handa við að dútla. Það að dútla er mjög svo vanmetið í vestrænum heimi. Dútl hefur mikið til fallið í skuggann á snövli.

Á síðustu árum hefur snövlið verið það form aðgerða sem náð hefur almennri hylli, þá ekki bara hjá ungu fólki, heldur fólki á öllum aldri.

Þegar ég vann hjá hinu opinbera, var ég oftar en ekki að dandalast. Það að dandalast, hefur ekki þótt sérstaklega fínt, þó óneitanlega er oft mikið unnið með að dandalast. Ég hef ekki hátt um það þegar ég dandalast, en ég verð þó að viðurkenna að þegar ég vill breyta til og brjóta upp lífsmynstur mitt, að þá tek ég óspart til við að dandalast.
Í morgun, er ég var í miðjum klíðum við að dútla, leiddist mér það mikið að ég fór án umhugsunar að dandalast.

Mér finnst fínt, að skipta deginum niður sem hér segir: Á morgnana dútla ég, upp úr hádegi gríp ég til við að snövla, í eftirmiðdag þá stússast ég, og á kvöldin vesenast ég, nema þá á laugardagskvöldum þá legg ég ástund á að baxa. Núna hinsvegar þegar klukkan er farin að ganga 2 að nóttu, er ég að drolla.

Masters of War

Án efa besta útgáfa af Masters of War, á afmælistónleikum Bob Dylan 1992.

[MEDIA=131]

Come you masters of war
You that build all the guns
You that build the death planes
You that build the big bombs
You that hide behind walls
You that hide behind desks
I just want you to know
I can see through your masks

You that never done nothin’
But build to destroy
You play with my world
Like it’s your little toy
You put a gun in my hand
And you hide from my eyes
And you turn and run farther
When the fast bullets fly

Like Judas of old
You lie and deceive
A world war can be won
You want me to believe
But I see through your eyes
And I see through your brain
Like I see through the water
That runs down my drain

You fasten the triggers
For the others to fire
Then you set back and watch
When the death count gets higher
You hide in your mansion
As young people’s blood
Flows out of their bodies
And is buried in the mud

You’ve thrown the worst fear
That can ever be hurled
Fear to bring children
Into the world
For threatening my baby
Unborn and unnamed
You ain’t worth the blood
That runs in your veins

How much do I know
To talk out of turn
You might say that I’m young
You might say I’m unlearned
But there’s one thing I know
Though I’m younger than you
Even Jesus would never
Forgive what you do

Let me ask you one question
Is your money that good
Will it buy you forgiveness
Do you think that it could
I think you will find
When your death takes its toll
All the money you made
Will never buy back your soul

And I hope that you die
And your death’ll come soon
I will follow your casket
In the pale afternoon
And I’ll watch while you’re lowered
Down to your deathbed
And I’ll stand o’er your grave
‘Til I’m sure that you’re dead

Where is Mona?

[MEDIA=130]

Þetta lag er búið að hringla í hausnum á mér alla vikuna, eða alveg síðan ég og hóran brugðum okkur austur fyrir fjall til að vinna. Í fyrirtækinu sem við vorum að vinna fyrir, var ósköp indæl stúlka sem heitir einmitt Móna.

Núorðið hlusta ég eiginlega ekkert orðið á Nick Cave, allavega ekki síðan ég uppgögvaði að til er urmull af fyrirtaks tónlist. Endur fyrir löngu hélt ég nefnilega bara upp á Nick Cave, PJ Harvey og Tom Waits. Þar með var það upptalið. Núna á ég mér óteljandi eftirlætis tónlistarmenn.

Myndbandið við 15ft of pure white snow, er með þeim svalari sem búin hafa verið til. Þarna bregður fyrir snillingum á borð við Noah Taylor, well, ég kannast bara við Noah Taylor og svo The Bad Seeds. Dansatriðin eru æði. Það vildi ég að ég gæti dansað svona prýðilega. Kannski einhvern tímann, ég og þú. Dönsum út á hjara veraldar, syngjandi Oh My Lord, nananannanananananna.

Beautiful people

siggi_gen_raviv_3.jpg
Anorexía er málið.

Fólk sem var mér mjög kært og ég kynntist fyrir u.þ.b 12 árum síðan, hefur sett sig í samband við mig. Ég get þakkað þessu vefsetri fyrir, að þau fundu mig.

Í óteljandi skipti hefur mér verið hugsað til þeirra, en ekki komist eftir því hver afdrif þeirra urðu. Þau má finna víðsvegar á heimsbyggðinni, í Kanada, Ameríku, Ísrael. Þessa daganna erum við að bera saman bækur okkar á ríjúníon vef sem heitir facebook.com. Á myndinni er undirritaður þegar hann var mjór og fallegur, Raviv og Genevieve. Þess ber að geta að ég er að éta epli á myndinni. Raviv og Genevieve eru núna gift og eiga tvö börn.

Hugsa sér, hvað þetta líf er mikið ævintýri.

Fréttamennska

Þegar fréttaskýrandi greinir frá frétt í sjónvarpi, þá gengur hann í átt að myndavélinni, eins og honum sé mikið niðri fyrir. Áhorfandinn fær þannig, það á tilfinninguna að gersamlega allt sé að gerast og að þetta sé mikilvægasta frétt dagsins. Þetta er tækni sem er ættuð beint úr rassaborunni henni Ameríku.

Nú hafa fréttamenn ylhýra Ríkissjónvarpsins gert þessa tækni að sinni. Nema að eitthvað vantar upp á kúlið, sem við þekkjum svo vel úr fréttaskýringaþætti á borð við 60 mínútur. Þegar fréttamenn hins ylhýra, reyna að leika þetta eftir, fer um mig aumingjahrollur.

Maður fær það ekki á tilfinninguna að þetta sé mikilvægasta frétt dagsins, aðallega vegna þess að tæknin er notuð nánast í hverri frétt, hvort sem hún er um dauða leiðindaskarfsins hans Boris Jeltsín, eða frétt um risahandtöku upp á 5 grömm af hassi á suðurnesjum.

Einnig kemur manni helst til hugar að fréttamaðurinn sé á stöðugri hreyfingu, ekki vegna þess að hann eigi von á því að allt ætli um koll að keyra, heldur vegna þess að honum er mál að pissa. Ég sem áhorfandi og fréttaunnandi vona í hjarta mínu að fréttinni fari að ljúka þannig að aumingjans maðurinn komist á klósett, þar sem hann getur pissað með typpinu sínu, því það er fátt verra, en að vera í þeirri aðstöðu að geta ekki létt á sér.

framtíðarmartraðir

Þegar ég var búinn að skrifa u.þ.b 20 línur, sá ég að mér og strokaði út leiðindin. Ég heyrði í sjálfum mér í huganum, rekja innihald veflóksins, í Þjóðarsálinni. Ég sá sjálfan mig halda úti moggabloggi, þar sem ég hefði eitthvað óborganlegt um hverja einustu frétt að segja.

Ég hugsa töluvert um hvernig líf mitt verður þegar ég eldist. Ég vill mögulega, ef ég kem því við, leggja töluvert erfiði á mig til að hræðilegustu framtíðarmartraðir mínar verði ekki að veruleika. Ein framtíðarmartröðin er ég í símanum hringjandi inn í þátt eins og Þjóðarsálina, að kvarta undan ungdómnum, eða slæmri framkomu strætisvagnabílstjóra. Ég kominn á gamals aldur, svikinn og svekktur, bálreiður út í samfélagið. Ég sem hef alltaf þrifið sameignina og borgað mína tíund. Ég sem má ekkert aumt sjá, þá brest ég í grát og aumka mér yfir það. Svikinn í ellinni, með sárt ennið. Gersamlega saklaus af allri þeirri ósanngirni sem ég þarf að þola.

Glúten

Ég bý ennþá í rassaboru 101 Reykjavík. Ég er u.þ.b 100 skref í burtu frá Laugavegi 17, þar sem ég bjó í 4 ár. Laugavegur er þekktur útlendingum undir nafninu Puke Street. Í rassaboru Reykjavíkur býr fólk, sem finnst gott að setja í sig áfengi og eiturlyf. Þetta fólk klárar misskemmtilega vinnuviku, og til að slaka á þá drekkur það sig í ómegin. Ég hef ekki úr háum söðli að detta hvað þetta snertir. Ég tók virkan þátt í “menningarlífi” rassaboru 101 Reykjavíkur. Ég var upp á mitt allra besta 1998, þegar Klapparstígurinn skartaði þrjá af glæsilegustu drykkjubúllum landsins. Grand Rokk, Bíóbarinn og gamli góði 22, en þar sat ég öllum stundum með Þormóði við hringborð dauðans.

Þó svo ég sæti með Þormóði heilu og hálfu kvöldin, þá skildi ég ekki eitt einasta orð sem hann sagði. Jú, fyrripart kvölds náði ég að ráða í eina og eina setningu sem Móði lét út úr sér. En þegar fór að halla undir miðnætti, varð ég að láta mér duga þægilega nærveru hans. Móði var með ríka réttlætiskennd og alveg sérstaklega aumingjagóður, sem var meginástæðan fyrir því að ég fékk að sitja við hringborð dauðans.

Ég sjálfur hef ekki drukkið áfengi, eða étið gúmmilaði í næstum 7 ár. Mér er skítsama þó fólk drekki. Ég hef enga skoðun á því. Mér er skítsama, svo lengi sem ég þarf ekki að eiga félag við ofurölvi fólk, og svo fremi sem fylleríin haldi ekki fyrir mér vöku. Því er reyndar ekki að heilsa í rassaboru 101 Reykjavíkur. Hér eru haldin gillerí langt fram á nótt. Þá undantekningalaust hefni ég mín snemma að morgni, með klarinettuleik eða spilun á eftirlætis tónlist minni. Það vekur lukku.

Ég hef ekki í kjölfarið á því að breyta um lífstíl, orðið sjálfkrýndur handhafi sannleikans. Ég hef enga hugmynd um, hvers vegna við erum stödd hérna, eða tilhvers í andskotanum við lifum þessu lífi. Ef ég hef orðið uppvís af léttleika, eða ég hefi gefið mig út fyrir að vera lukkulegur, þá er það vegna þess að ég hef komist á þá skoðun að lífið er sýrður og jafnframt sjúkur brandari. Ég uni mér best, þegar mér finnst tilveran hlægileg.

Mér finnst tildæmis fyndið þegar krýndir handhafar hins heilaga sannleiks, þykjast geta útskýrt þessa tilveru með óyggjandi rökum. Sannleikurinn verandi að einhver smiðsauli hafi fæðst einhvern tímann í einhverri rassaboru í miðausturlöndum fyrir tveimur millenium, gefið sig út fyrir að vera sonur Guðs, og verið Hemma Gunn hress. Frá mínum bæjardyrum séð, örlagahelvítis vitleysa(Ætti ég að undirstrika “frá mínum bæjardyrum séð”?). Vitleysan er ekki bundin við þennan mannræfil sem fæddist(eða ekki) fyrir 2000 árum, því til er fólk sem stendur vörð um allskonar vitleysu. “Ég hef verið óhamingjusöm frá blautu barnsbeini, alveg þangað til ég fór í mína fyrstu ristilskolun, þá var eins og losnaði um óhamingjuna!” gæti einhver fín frú í vesturbænum sagt. “Hveiti og sykurneysla var mig lifandi að drepa, nú hef ég hætt, og mér hefur aldrei liðið eins vel og núna!” og manneskjan trúir því að hún sé kominn með skip sitt í höfn, eftir að hafa siglt í lífssins ólgusjó. Ef að hún er komin með skip sitt í höfn og búin að finna svar við lífsgátunni, gæti hún ekki alltént eins lagst út af og drepist bara. Ég meina hvað er eftir að gera? Hvað er hægt að gera þegar maður er kominn heim í hlað. Hvað í ósköpunum gæti gerst í næsta kapítula. Ekki neitt. Jú, hún getur setið á kaffihúsum og sagt öllum til syndanna sem eru að úða í sig hveiti og sékur.

Ég ætti ríkisdollar fyrir hvert það skipti sem ég hef heyrt: “Eftir að ég fór að ……….!”

Jæja, ég má ekki vera að þessu, ég þarf að taka glútenfríar brauðbollur úr ofninum. Eftir að ég tók út glúten, þá ……………….!

öööööömurlegur

Í þessum veflók vill ég tala um orðið “ömurlegur”. Þetta orð er eitt af mínum eftirlætis orðum og nota ég það ótæpilega á mannamótum upp til sjávar og sveita.

Orðið, er að mínu mati eitt af betur lukkuðu orðum íslenskrar tungu.

Öööööömurlegt. Segir allt sem segja þarf. Hljómurinn undirstrikar hressilega merkingu orðsins. Öööööööömuuuurlegt.

Það er ekkert verra en að vera ömurlegur, og get ég vitnað um það. Eitt er að vera hallærislegur, púkalegur, kjánalegur, en að vera ömurlegur er alveg síðasta sort.

Eins og fyrr segir, þá hef ég mikið dálæti á þessu orði. Heimur minn er afmarkaður af tveimur orðum. Það eru orðin: “ömurlegur” og svo andstæða þess sem í mínu tilfelli er “æðisgengilegur”.

Heimur minn er einfaldur. Annað hvort er það sem um er rætt ömurlegt, eða æðisgengilegt. Það er enginn millivegur. Rétt eins og svart og hvítt. Heimur minn er annað hvort svartur, eða hvítur. Ég er annað hvort kátur, eða mig langar til að deyja.

Lífið er annaðhvort ööööömurlegt eða æðisgengilegt.

Núna er lífið æðisgengilegt. En það tekur af, lítill fugl gargaði það í eyrað á mér.