Where is Mona?

[MEDIA=130]

Þetta lag er búið að hringla í hausnum á mér alla vikuna, eða alveg síðan ég og hóran brugðum okkur austur fyrir fjall til að vinna. Í fyrirtækinu sem við vorum að vinna fyrir, var ósköp indæl stúlka sem heitir einmitt Móna.

Núorðið hlusta ég eiginlega ekkert orðið á Nick Cave, allavega ekki síðan ég uppgögvaði að til er urmull af fyrirtaks tónlist. Endur fyrir löngu hélt ég nefnilega bara upp á Nick Cave, PJ Harvey og Tom Waits. Þar með var það upptalið. Núna á ég mér óteljandi eftirlætis tónlistarmenn.

Myndbandið við 15ft of pure white snow, er með þeim svalari sem búin hafa verið til. Þarna bregður fyrir snillingum á borð við Noah Taylor, well, ég kannast bara við Noah Taylor og svo The Bad Seeds. Dansatriðin eru æði. Það vildi ég að ég gæti dansað svona prýðilega. Kannski einhvern tímann, ég og þú. Dönsum út á hjara veraldar, syngjandi Oh My Lord, nananannanananananna.

4 thoughts on “Where is Mona?”

  1. ef þú vilt sjá hvernig á að dansa horfðu þá á Stagger Lee með fyrrnefndum Cave, það er sama hvað ég reyni fyrir framan spegilinn ég virðist ekki ná þessum óborganlegu múvum meistarans!

Comments are closed.