Íslenskt hugarfar


Fyrir nokkrum árum í 101 Reykjavík fór ég á tónleika með hljómsveitinni Blonde Redhead. Þetta var á þeim tíma sem Íslendingar gengu um götur heimsins hnakkakerrtir vissir um að íslenskur ríkisborgararéttur væri ávísun á gæfu og vegsemd á öllum sviðum lífsins.

Í blábyrjun tónleikanna bað annar tvíburinn áhorfendur um að stilla reykingum í hóf, söngkonan væri slæm í hálsinum og reykurinn gerði hana nánast raddlausa. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, allir reykingarmenn á svæðinu seildust í pakkann sinn og kveiktu sér í. Hugsanlega til að sýna þessum útlendingum að Íslendingar láta sko ekki skipa sér fyrir. Þeir eru sjálfstæðir og gera bara nákvæmlega það sem þeim sýnist, jafnvel þó það kosti þá mögulega skemmtunina sem þeir borguðu sig inn á.

Töff!