Nárahár

Talsverð umræða hefur orðið um nárahár á netinu prýðilega undanfarnar vikur. Ég – sem læt mig allt mannlegt prjál einhverju skipta – hef enga sérstaka skoðun á nárahárum. Einhver mætti ætla að ég sé authority þegar kemur að nárahárum, en það er einfaldlega ekki rétt. Ég hef hinsvegar óbeit á stangveiði og öllum þeim sem stunda stangveiði.

Því segi ég: Í rassaborugat með stangveiðimenn!!!

Let’s face the music and dance

[MEDIA=147]

Og ekki ætla ég að taka af ykkur þá ánægju af því að syngja með því hér er textinn:

There may be trouble ahead.
But while there’s music and love and romance,
Let’s face the music and dance.
Be fore the fiddlers have fled,
Before they ask us to pay the bill,
And while we still have the chance,
Let’s face the music and dance.
Soon we’ll be without the moon,
Humming a diff’rent tune, and then
There may be teardrops to shed.
So while there’s music and love and romance,
Let’s face the music and dance.

Þ.e.a.s ef þau hefðu andskotast til að syngja allt lagið. En að dansa kunna þau.
Þessi útgáfa skilar að öllum líkindum betur textanum:

[MEDIA=148]

Ég man eftir eldri konu í Kópavoginum sem var talin meira en lítið skrítin. Hún var á sínum tíma glæsileg eiginkona embættismanns þar í bæ. En þegar hún eltist fór eitthvað að bresta í hausnum á henni. Ég veit ekki hvað ástand konunnar væri kallað nú á dögum, en á þeim tíma var almennt talað um að eldri borgarar með rugluna væru elliærir. Hún gat ekki tjáð sig nema í gegnum söng. Hún var mjög barnelsk og ef hún sá börn gekk hún rakleiðis til þeirra og spurði einhvern úr hópnum hvað hann eða hún héti og ef svo vel vildi til að viðkomandi barn héti annaðhvort Stína eða Siggi, þá brást hún í söng og söng dægurlag þar sem sá er sungið var um -hét annaðhvort Siggi eða Stína. Stína fékk þá óumflýjanlega lagið: “Hæ, Stína stuð, halló kalló bimbó.” Og ég þar sem ég heiti Sigurður og er oft kallaður Siggi fékk að hlýða á: “Sigurður var sjómaður, sannur vesturbæingur.” Nú ef einhver hét Katrín, þá varð útkoman: “Kata kát með ljósa lokka,” osfrv.

Fólki þótti almennt örlög hennar sorgleg, en ekki var að sjá að hún væri miður sín, -því ég sá hana aldrei nema brosandi út að eyrum.
Ég væri satt best að segja ekki mótfallinn því að dansa og syngja mig í gegnum þau ár sem eftir eru.

“There must be trouble ahead, trallallallalallallallalalala trallal”

Kúlurass lífs míns

Ég hef verið haldinn banvænum offitusjúkdómi frá því að ég man eftir mér. Fyrir nokkrum mánuðum síðan komst ég varla fram úr rúminu án þess að beita óprúttnum pipp pipp pipp barbabrellum. Á köldum janúarmorgni féllust mér hendur. Ég brast í grát í híbýlum mínum og sór þess eið að enn á ný skyldi ég ná því takmarki að verða mjór, eins og ég var hérna í den þegar fólki þótti raunverulega vænt um mig. Í eftirlætis verslunarkjarnanum mínum: Kringlunni; keypti ég mér kokkabókina hennar Sollu minnar og hóf að elda upp úr henni. Gómsætis kókosmjólkursúpur, baunagúmmilaði, hummus, rauðrófupottrétti, babghanouj, að ógleymdu spelt brauði sem ég baka 2-3 sinnum í viku. Ég tók einnig ákvörðun um að éta ekki neitt sem innihéldi sékur. Þetta hefur gengið svona líka prýðilega og hef ég misst u.þ.b 14 kíló. Það gerir undirritaðan sælan, glaðan og umfram allt kærleiksríkan og umburðalyndan. En að breyta matar-æðinu, hefði dugað mér skammt. Því tók ég óspart til við að hlaupa marga marga kílómetra í viku hverri. Nú er svo komið að ég er farinn að hlaupa 10 ferðir upp og niður Öskjuhlíðina til að æfa þartilgerðan kúlurass, sem er eitt af því eftirsóknaverðasta sem til er í nútímalífi. Þegar ég er kominn með kúlurass sem ég get fellt mig við, ætla ég að liggja upp í sófa dægrin löng og þukla hann, mér til ánægju og yndisauka.

Já, þá verður gaman.

Lúðadraumórar

Ef ég ætti að velja mér annan raunveruleika en þann sem ég lifi í, veldi ég mér raunveruleika Geir Ólafs. Það er ég alveg viss um að þar liði mér prýðilega. Ég gengi þá ugglaus um Reykjavíkurborg; stæði klár á því að ég væri miðdepill alls sem eitthvað vegur í þessu þjóðfélagi, -ef ekki öllum heiminum. Ekki væri til sú stúlka sem ég reyndi ekki að tækla og landa. Spáný tjelling á degi hverjum. Ef ég lifði í raunveruleika Geir Ólafs væri ég gersamlega alltaf syngjandi og trallandi. Ég tæki “New York, New York,” alveg óumbeðinn í Bankastræti á háannatíma. Já, þá væri sko gaman.

Hvar eru rauðrófur lífs míns?

Það kemur mér þó nokkuð á óvart hvernig ég er farinn að bregðast við þegar að þrengir. Alveg frá því að ég man eftir mér hef ég verið alveg sérstaklega dramatísk manneskja. Ég man að ég fékk einmitt ávítur þess efnis í lyftu í háhýsi stórborgar ekki alls fyrir löngu. Það þarf vart að taka það fram að sú lyfta var á niðurleið. Ef ekki, þá hefði hún verið á uppleið. Lyftur fara annaðhvort upp eða niður. Ég veit ekki um neina lyftu sem flakkar norður, suður, austur eða vestur. Það er kannski þessvegna sem þær eru kallaðar lyftur, vegna þess að þær lyfta einhverju/m upp eða niður. Ekki mjög flókin vísindi. Þó merkilegt af tveimur möguleikum: það að lyftan var á leiðinni niður þegar það var orðað við mig hversu dramatískur ég væri. Ef ég væri á þeim buxunum, þá kæmi ég líklega til með að skrifa þetta á reikninginn hjá títtumræddum Guði. En ég er ekki á þeim buxunum. Ég reyndar þoli ekki Guð! Eða eru það áhangendur Guðs sem ég þoli ekki?

Ég kem mér reglubundið í hremmingar. Ég hef þróað með sjálfum mér alveg sérstaklega tækni í að ganga á veggi. Því ömurlegri aðstæður sem ég kem sjálfum mér í, því betra. Það er ekkert eins hressandi í mínum huga eins og eitt stykki skipsbrot. Það kemur blóðinu á hreyfingu, örvar sköpunargleðina, hressir, bætir, kætir.

Nema að viðbrögð mín við uppákomum af þessu tagi eru farin að breytast. Í vesöld minni í gær varð ég óvenju upptekinn af rauðrófum, þannig að það jaðraði við þráhyggju. Ég hef náð töluverðri leikni í að elda þennan líka prýðilega rauðrófurétt, sem samanstendur af kókosmjólk, sætum kartöflum, rauðrófum, mér framandi kryddtegundum, kærleik og sorg tilveru minnar. Eftir að hafa farið úr eftirlætisbúðinni minni(sem er Fjarðarkaup) yfir í Nóatún, frá Nóatúni yfir í Hagkaup, frá Hagkaup yfir í 10/11, frá 11/11 yfir í Mann Lifandi, -komst ég að því mér til mikillar hrellingar að rauðrófur voru ófáanlegar. Bærinn var tómur. Rauðrófubirgðir Íslands voru uppurnar. Með grátstafinn í kverkunum, keyrði ég bifreiðinni heim á Óðinsgötuna. Hvað átti ég að gera: kannski að drepa mig bara? Er ég opnaði ísskápinn, sá ég eggaldin sem voru að renna út á tíma. Ég stakk þeim í ofninn og áður en að klukkutíminn var liðinn var ég búinn að laga eitt það albesta eggaldinsalat frá dögun mannkyns. Ég smurði tvær brauðsneiðar með þessu júmmilaði, lagði skipulega tvær tómatsneiðar ofan á. Át af mikilli áfergju og áður en ég vissi af, fór um mig ánægjustraumur. Mér leið vel. Sorg og sút heyrðu sögunni til. Framundan nýtt upphaf, ævintýri, gleði lífs míns.

Ég hef aldrei verið hamingjusamari!

hnífastatíf

Þegar ég dvaldi út í Ísrael varð ég fyrir árás vitstola manns. Maður þessi sem að sjálfsögðu var Dani, stakk mig í bakið með eldhúshníf, þannig að það vantaði einungis fjóra millimetra upp á að hnífsoddurinn gerði gat á gollurhúsið sem umlykur kærleiksríkt hjarta mitt. Hefði bauninn sumsé sett örlítið meiri kraft í hnífstunguna, þá væri ég að öllum líkindum ekki að skrifa þennan veflók.
Ég lá í nokkra daga á spítala í útjaðri Tel Aviv. Þegar ég útskrifaðist, fór ég í fangelsið – þar sem tilræðismaður minn sat bak við lás og slá – til að gefa lokaskýrslu. Á leiðinni þangað ákvað ég að kaupa handa honum karton af sígarettum, svo hann hefði nú eitthvað við að vera þangað til örlög hans yrðu ákveðin.

Fangelsið var álíka aðlaðandi og fangelsið í myndinni Midnight Express eftir Alan Parker. Þegar þangað var komið, var ég leiddur á fund ísraelskrar lögreglukonu sem hafði eitt sinn verið ofursti í hernum. Hún sagði mér hluti sem ég ætla ekki að tíunda hér, – en líða mér ekki úr minni svo lengi sem ég lifi. Að skýrslutöku lokinni, fór ég niður í fangageymslu til að hitta tilræðismann minn. Hann mætti mér í fylgd fangavarða, hlekkjaður á fótum og höndum. Mér þótti miður að sjá hvernig fyrir honum var komið. Hann sagði mér að hafa ekki af þessu neinar áhyggjur; að þetta væri bara járn og að það væri engin ástæða til að gefa járnadrasli eitthvað vægi. Ég gekk að honum, faðmaði og óskaði honum velfarnaðar. Ég sá hann aldrei aftur.

Afhverju er ég að segja þessa sögu hér á vefsetri mínu?

Léttir dómar yfir kynferðisglæpamönnum fara alveg sérstaklega í skapið á mér. Í gær féllu tveir dómar, annar taldi 2 ár yfir alræmdum nauðgara og hinn 5 1/2 ár yfir 19 ára gömlum manni fyrir tilraun til manndráps. Ég þori að fullyrða að ekkert af fórnarlömbum hins alræmda nauðgara er á leiðinni í fangelsið til hans, til að gefa honum karton af sígarettum og óska honum velfarnaðar. Hinsvegar eru mun meiri líkur á að pilturinn sem dæmdur var fyrir tilraun til manndráps, fái samúð þeirra sem að málinu standa.

Segir það ekki talsvert um hversu grafalvarlegir kynferðisglæpir eru?

umo

Einkamálaauglýsingar eru með því grátlegasta sem ég les. Hvað á auglýsandi við þegar hann segist vera með allt sitt á tæru? Hver í andskotanum er með allt sitt á tæru? Jú, ég hef setið með og verið í návígi við fólk sem eyðir öllum sínum kröftum í að fullvissa nærstadda að þeir séu með allt sitt á tæru og er það undantekningalaust laskaðasta fólkið. Þegar betur er að gáð, kraumar undir niðri heilt haf af kúk og pissi.

Ég þarf ekki á einkamálaauglýsingum að halda. Ég er orðinn ástfanginn af einum af þeim persónum sem hausinn á mér hefur búið til. Ég hitti þessa persónu fyrst í Detroit í draumi. Hún umfaðmaði mig og fullvissaði mig um að allt yrði í fínasta lagi. Ég hefi ekki fundið fyrir öðrum eins frið.

Alveg þangað til um daginn hefur þessi kona einungis verið til í hausnum á mér. Ég var þá staddur í höfuðborginni þegar ég var presenteraður fyrir tignarlegri og jafnfram undurfagurri konu sem mér fannst svipa mjög til konunnar sem ég hitti í Detroit. Ég nánast lamaðist þegar ég áttaði mig á þessu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Taugaveiklunin sem ég þjáist af frá degi til dags var að bera mig ofurliði.

Það var engum blöðum um það að fletta þetta var ein og sama manneskjan. Það hefði ekki þótt við hæfi þar sem ég var staddur, en ég vildi að þessi kona kæmi tafarlaust til mín og faðmaði mig. Mér fannst ég eiga innistæðu fyrir þessu faðmlagi; mér fannst ég reyndar eiga tilkall til þess og það ekki seinna en strax.

Hún brosti svo fallega til mín. Ekkert í nærliggjandi umhverfi fangaði athygli mína, nema hún. Ég heyrði í fjarska að einhver var að reyna að ná tali af mér, en ég sinnti því ekki. Eina fólkið sem var statt þarna var ég og hún. Allt annað var í svart hvítu.

Við horfðumst í augu. “Hvernig hefurðu haft það,” spurði hún mig með silkimjúkri röddu. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja. Ég vildi ómögulega fæla hana í burtu frá mér, með að segja einhverja helvítis vitleysu. “Hittumst við ekki um daginn,” spurði ég þess fullviss að hún afskrifaði mig sem mann með ekki allt sitt á tæru. Hún má ekki halda að ég sé ekki með allt mitt á tæru, hugsaði ég með sjálfum mér og ég fann fyrir óttanum yfirtaka taugakerfið. Hún brosti án afláts. Það var nóg til að róa mig niður. Ég þurfti ekkert að faðma hana. Ég gat bara staðið þarna andspænis henni og horft á hana brosa. Svo guðdómlega falleg.

“Jú, ég vitjaði þín í draumi. Ég bara mátti til. Ég gat ekki haldið aftur af mér. Ég varð að hitta þig. Ég kunni enga aðra leið, svo ég smyglaði mér inn í drauminn. Það varð allt brjálað, þegar þeir komust að þessu.”
Mér varð stórum létt, ég var þá ekki alveg jafn klikkaður og ég hélt mig vera. “Hverjir urðu brjálaðir,” spurði ég alveg gáttaður. “Ekki fást um það.” Hún rétti út höndina og leiddi mig út í bát sem lá bundinn við bryggju. Við sigldum út fyrir Gróttu, þar stoppaði hún bátinn. Áður en ég vissi af vorum við komin í hörkusleik. Eitt leiddi af öðru og áður en að ég gæti fengið rönd við reist vorum við búin að subba allan bátinn út.

Að skrönglinu loknu lá konan sem ég elska nakin í fanginu á mér. Ég strauk henni léttilega yfir hárið. “Ég elska þig,” sagði ég með gleðitár í augunum. Hún sneri sér við. “Ég elska þig líka. Siglum til Nýfundna-Lands og kaupum okkur litla útgerð.” Ég er svo hamingjusamur. Mig hefur alltaf langað til að fara til Nýfundna-Lands. Ég ræsti bátsvélina og kveikti á útvarpinu.

Í útvarpinu hljómaði þetta lag:
[MEDIA=12]

punktur biz

Ég var að hlaupa Ægisíðuna fyrr í dag þegar ég mætti Gilla mínum Martin. Ljósu lokkarnir hans hringuðust af miklum þokka í allar áttir, þar sem hann hljóp eins og Tína litla tindilfætta á móti mér.

Ég hef skrifað nokkar veflóka í gegnum tíðina, þar sem ég hef dásamað Gilla minn Martin. Ég hélt tildæmis úti aðdáendasíðunni www.gislimarteinn.biz í mörg ár. Þar birti ég ítarefni um Gilla, myndir af honum og fjölskyldu hans.

Mér fannst þessvegna ég þekkja hann; jafnvel betur en hann sjálfur.

Áður en ég vissi af, var ég búinn að kinka kolli til hans í kærleik. Aðdáun mín leyndi sér ekki, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi ekki tekið eftir að ég var froðufellandi.

Hann hefur verið eitthvað annars hugar, því hann tók ekki undir kveðjuna mína. Hann hefur verið að hugsa það upp hvernig hann getur gert borgina okkar að betri stað til að búa á. Hvernig hann getur lagt sitt af mörkum til að heimurinn verði fallegri. Hvernig hann getur haft áhrif á meðbræður sína, svo að þeir sýni hvorum öðrum tilskylda virðingu. Hvernig við mannfólkið getum látið af ótta okkar við að elska og sýna hvort öðru kærleik.

Í Æpöddunni hljómaði þetta lag:
[MEDIA=11]

cocorosie

Ég er dolfallinn yfir þeim stöllum.

3381606_bfc24beabe.jpg

Noah’s Ark

[MEDIA=135]

Cocorosie ásamt Anthony tralla Beautiful Boyz

[MEDIA=136]

[MEDIA=137]