Kúlurass lífs míns

Ég hef verið haldinn banvænum offitusjúkdómi frá því að ég man eftir mér. Fyrir nokkrum mánuðum síðan komst ég varla fram úr rúminu án þess að beita óprúttnum pipp pipp pipp barbabrellum. Á köldum janúarmorgni féllust mér hendur. Ég brast í grát í híbýlum mínum og sór þess eið að enn á ný skyldi ég ná því takmarki að verða mjór, eins og ég var hérna í den þegar fólki þótti raunverulega vænt um mig. Í eftirlætis verslunarkjarnanum mínum: Kringlunni; keypti ég mér kokkabókina hennar Sollu minnar og hóf að elda upp úr henni. Gómsætis kókosmjólkursúpur, baunagúmmilaði, hummus, rauðrófupottrétti, babghanouj, að ógleymdu spelt brauði sem ég baka 2-3 sinnum í viku. Ég tók einnig ákvörðun um að éta ekki neitt sem innihéldi sékur. Þetta hefur gengið svona líka prýðilega og hef ég misst u.þ.b 14 kíló. Það gerir undirritaðan sælan, glaðan og umfram allt kærleiksríkan og umburðalyndan. En að breyta matar-æðinu, hefði dugað mér skammt. Því tók ég óspart til við að hlaupa marga marga kílómetra í viku hverri. Nú er svo komið að ég er farinn að hlaupa 10 ferðir upp og niður Öskjuhlíðina til að æfa þartilgerðan kúlurass, sem er eitt af því eftirsóknaverðasta sem til er í nútímalífi. Þegar ég er kominn með kúlurass sem ég get fellt mig við, ætla ég að liggja upp í sófa dægrin löng og þukla hann, mér til ánægju og yndisauka.

Já, þá verður gaman.

8 thoughts on “Kúlurass lífs míns”

 1. Hann þarf helst að vera svo stinnur að þegar er skotið á hann þá kastast kúlan af honum, ég á einn svoleiðis. Ef takmarkið næst ekki getur þú fengið þér kúlurass eins og ég gerði enda miklu betra að hafa hann á einhverjum öðrum því þá er hægt að skoða hann mun oftar en ef hann er á manni sjálfum, þ.e. ef maður er með kúlurassaáráttu

 2. Þú talar um þessa kúlarassa eins og þá sé að finna á einhverjum lager, systir góð. Nei, ég þukla bara minn eigin kúlurass, það er nóg til að ég sé hamingjusamur. Það að vera að kássast í einhverjum öðrum kúlurass en sínum eigin er ávísun á hið mesta kvalræði, allavega hvað mig snertir.

 3. Til hamingju með kúlurassinn Siggi minn*

  Batnandi manni finnst yfirleitt skemmtilegast að lifa:)

 4. Er þessi kúlurass eitthvað sem fleiri mega þökla? Það mætti etv. selja aðgang að þessu hnossgæti.

 5. Ekki mikill buisness í svona þökli. Ég reyndi þetta á tímabili og kom einhvern vegin alltaf út í mínus.

 6. ég segi nú bara til lykke min ven.

  það er töff að móta sinn eigin persónulega kúlurass til þess að geta legið í rúminu og káfað á honum í narsisísku blissi. jafnframt því ertu einnig orðin mjór og þar af leiðandi er fólk farið að elska þig og þetta er allt saman þér sjálfum og þínu persónulega framtaki að þakka. það er aðdáunarvert.

  ég myndi helst vilja að þú tækir before and after myndir og birtir þær hér á alnetinu okkur aðdáendum þínum til ánægju. það er kannski ekki alveg sanngjarnt að þú sitjir einn að þessum rassi? ha?

  sharing is caring siggi. SHARING IS CARING!

  (we´re on the care bear stair)

Comments are closed.