kindabyssa

Mér finnst í lagi að skjóta foreldra — sem öskra á börnin sín — með kindabyssu. Já, þannig er það nú bara; ég má alveg hafa þessa skoðun.

8 thoughts on “kindabyssa”

 1. Já, foreldrar eiga að vita betur Siggi minn..Gerum heit, næst þegar við sjáum eitthvert foreldrið öskra á börnin sín (Vegna einhverrar annarar ástæðu en að barnið sé í lífshættu) að þá skráum við viðkomandi foreldri niður í velvalda skrá, ásamt upplýsingum um hvernig klæðnað viðkomandi foreldri klæddist (Artie, hnakki, rokkari, róni, slíkt) og eftir að hafa vistað upplýsingarnar niður gaumgæfilega horft illilega til viðkamandi foreldris og áður en viðkomandi foreldri fer út úr aðstæðunum labbað aftan að henni/honum með orðunum: ,,Gangi þér vel að ná til þeirra þegar þau eru unglingar með þessum látum”.

  Smella svo á bak foreldrisins límmiða með áletruninni “Why didn’t I get to know my spouses family better?”

  Labba svo tignarlega út úr aðstæðunum vitandi að viðkomandi foeldri á bara eftir að öskra á börnin sín aftur…

  Ég mun gera mitt besta…En þú?

 2. Það er nefnilega aldrei að vita hverju svona tilraun gææti komið af stað…

  P.S..Siggi minn, takk fyrir að vera svona mikill daymaker:)

 3. Það er eins gott að þú áttir ekki kindabyssu hér í denn

 4. Nei, ég átti ekki kindabyssu á þessum árum Hólmfríður mín, en það gleður mig að tilkynna þér að ég verð með kindabyssu í bakpokanum mínum í fyrirhugaðri fjölskyldugleði í byrjun júlí. Ó, já já – það er ekkert elsku mamma neitt með það…

 5. Rollum er lógað með kindabyssu. Fyrir mörgum árum síðan var ólukkumaður skotinn á einhverju fylleríi með kindabyssu. Hann hlaut svosem engan sérstakan skaða af. Atvikið þótti neyðarlegt og festu Radius bræður það á spjöld sögunnar með því að nota það í nánast hverjum og einasta þætti. Kindabyssa hefur þess vegna verið í mínum huga alveg sérstaklega fyndið áhald.

Comments are closed.