punktur biz

Ég var að hlaupa Ægisíðuna fyrr í dag þegar ég mætti Gilla mínum Martin. Ljósu lokkarnir hans hringuðust af miklum þokka í allar áttir, þar sem hann hljóp eins og Tína litla tindilfætta á móti mér.

Ég hef skrifað nokkar veflóka í gegnum tíðina, þar sem ég hef dásamað Gilla minn Martin. Ég hélt tildæmis úti aðdáendasíðunni www.gislimarteinn.biz í mörg ár. Þar birti ég ítarefni um Gilla, myndir af honum og fjölskyldu hans.

Mér fannst þessvegna ég þekkja hann; jafnvel betur en hann sjálfur.

Áður en ég vissi af, var ég búinn að kinka kolli til hans í kærleik. Aðdáun mín leyndi sér ekki, ég ætla bara rétt að vona að hann hafi ekki tekið eftir að ég var froðufellandi.

Hann hefur verið eitthvað annars hugar, því hann tók ekki undir kveðjuna mína. Hann hefur verið að hugsa það upp hvernig hann getur gert borgina okkar að betri stað til að búa á. Hvernig hann getur lagt sitt af mörkum til að heimurinn verði fallegri. Hvernig hann getur haft áhrif á meðbræður sína, svo að þeir sýni hvorum öðrum tilskylda virðingu. Hvernig við mannfólkið getum látið af ótta okkar við að elska og sýna hvort öðru kærleik.

Í Æpöddunni hljómaði þetta lag:
[MEDIA=11]

4 thoughts on “punktur biz”

  1. Já, var það Tóta litla tindilfætta. Eitthvað var þetta óljóst í minningunni.

Comments are closed.