Hummus

Vegna þess að tveir síðust blókar mínir hafa snúið að kynlífi og öðrum álíka viðbjóði tel ég vera við hæfi að brydda upp á hummus uppskrift sem hefur fylgt fjölskyldunni í gegnum 3 kynslóðir:

2 bollar af niðursoðnum kjúklingabaunum (garbanzo beans)
2/3 bolli tahini paste*
5 matskeiðar ólífuolía
1/4 bolli sítrónusafi
3 hvítlauksrif
Salt og pipar eftir smekk
1 teskeið paprika
1 matskeið fersk brytjuð steinselja

Maður byrjar á því að mala niður baunirnar í þartilgerðum drullumallara. Því næst sallar maður með restinni og notar safann af baununum til að létta róðurinn.
Þetta fer svo best með pítubrauði og grænmeti.

3 thoughts on “Hummus”

Comments are closed.