Gísli Marteinn
Til allrar guðs lukku er Gísli Marteinn í sjónvarpinu í kvöld. Hér er á ferðinni mikill gleðigjafi með gifurlega beitta og skarpa kímnigáfu. Hann er ekki bara spaugsamur, heldur er hann afskaplega vel að sér í pólítík og gáfaður með eindæmum. Á þeim tíma sem ég var að alast upp þá var það mælikvarði á hressleika manns hversu vel maður náði að herma eftir einhverri af fígurunum hans Ladda í þættinum á ‘Á tali hjá Hemma Gunn’. Gilli Martin hefur svo sannarlega hafið það hvað það er að vera hress upp á æðra tilverustig.
Gísli eins og Hemmi á sínum tíma hefur það fyrir reglu að segja áhorfendum sínum fyrirfram að þáttur kvöldsins verði alveg sérstaklega skemmtilegur. Það er ekki laust við að maður kippi við þessa yfirlýsingu Gísla og maður veit það langt innan í sér að maður er á leiðinni í hátíðarskap.
Hér er svo aðdáendasíða Gilla Martin