“I mean who wants to live in this reality?”
Ég varð þeirrar lukku aðnjótandi helgina sem leið að sjá heimildarmyndina Cinemania. Myndin fylgir eftir Jack, Eric, Harvey, Bill og Robertu, sem eiga það sameiginlegt að lifa sínu lífi að megninu til innan veggja kvikmyndahúsa. Öll haga þau sínu lífi þannig að þau geti séð sem flestar kvikmyndasýningar. Þau koma sér upp flóknar tímaáætlanir stundum skrifaðar vikur fram í tímann til að þau missi alveg örugglega ekki af neinu sem ske kynni að væri þess virði að sjá. Öll koma þau fyrir sjónir hins almenna borgara sem hálgerð viðundur, en þegar maður fer að kynnast þeim þá verður manni það ljóst að þarna eru ekki neinir hálfvitar á ferðinni heldur fluggáfað fólk. Öll búa þau við bágborin kjör, en láta það lítið á sig fá hvernig fyrir þeim er komið svo lengi sem þau missa ekki af sýningu.
Hugsanlega hefðu þau öll getað látið til sín taka nánast á hvaða sviði sem er, en á einhverjum tímapunkti hefur eitthvað brostið og þau fundið sér skjól í öðrum heimi.
“I mean who wants to live in this reality?”