SiggiSiggiBangBang

“She was too perky!”

Dec
05

Að vera eða vera ekki hress.
Vegna offitu fer ég nokkrum sinnum í viku til að iðka svokallaðar líkamsæfingar. Þetta er liður í að draga dul á hönnunargalla sem ég fékk í vöggugjöf. Ég er í eðli mínu ekkert sérstaklega mannblendinn og það verður að segjast eins og er að ég hef alveg sérstakt ógeð á að vera þátttakandi í sal fullum af viðbjóðslega sveittum mannskepnum. Endrum eins þegar minnst við varir hitti ég einhvern sem ég kannast við og oftar en ekki kastar sá hinn sami á mig kveðju. Samskiptin eru með eindæmum áhugaverð og frískandi. Ósjaldan hef ég snúið heim á leið ríkari bæði á sál og líkama. Kumpánlegt spjallið fer undantekningaluast fram á eftirfarandi hátt.
Einhver: Blessssssssssssssssssssssaður, er bara verið að taka á því?.
Ég: Öhhhhh, iiiiiiihhhhh……………..tja, púffff já ….
Einhver: Já há, það þýðir ekkert annað…. hohohohohohoho
Ég: Nei, nei einmitt hehe
Svo hugsa ég með sjálfum hversu mikið ég vona að ég fái að deyja heima hjá mér þegar sú stund rennur upp um leið og ég geng greiðlega í burtu.