SiggiSiggiBangBang

Falafel

Jan
18

Ég er yfirmáta hamingjusamur yfir hádeginu í dag. Einn nemandi af dönsku bergi brotinn tók sig til og bjó til falafel pítur gegn vægu gjaldi og lukkaðist honum eldamennskan alveg sérstaklega vel. Ef það er eitthvað sem ég sakna umfram annað úr miðaustur löndum, þá er það þessi hefðbundni arabíski og hebreski matur. Reyndar var einn staður sem seldi svona falafel pítur en hann tók upp á því að brenna til kaldra kola rétt um daginn. Píturnar hjá þeim voru alls ekkert sérstakar en ég lét mig samt sem áður hafa það að fara þangað stöku sinnum. Seinna um daginn þakkaði ég stráknum danska alveg sérstaklega vel fyrir og komst að því að hann kunni eina setningu í hebresku og hafði hann dvalið þarna í svipuðum erindagjörðum og ég. Takk fyrir mig Troels.

Jill, do you remember all those times we went down to Haifa to have a falafel pita when we were supposed be attending the ulpan project with all the falaf’laf’im?