SiggiSiggiBangBang

Dahlia

Feb
03

Hér er svo fallegt blóm sem heitir dalía. Þess ber að geta að undirritaður ólst upp í dalíuhafi dauðans fyrir sunnan og norðan skítalæk. Pabbi sem var mikill áhugamaður um allskyns blómarækt sá til þess að við krakkarnir værum umkringd blómum og trjám í fallegasta garðinum í allri Löngubrekkunni.
Enn þann daginn í dag dreymir mig að ég sé kominn á Löngubrekkuna í fallega dalíugarðinn hans pabba.