SiggiSiggiBangBang

amard

Feb
19

“Lying is the currency of the world!”

Ég veit ekki með þessa línu úr myndinni Closer. Það að ákvarða að fólk yfir höfuð segi ósatt eða snyrti til sannleikann eftir behag, er að mínu mati ósanngjarnt gagnvart þeim sem að reyna eftir fremsta megni að lifa lífinu í heiðarleika gagnvart sjálfum sér og öðru fólki.
Ég mæli hikstalaust með myndinni. Ég viðurkenni að ég varð eilítið afhuga henni, sökum þess hversu mikið Jude Law er inn þessa daganna, en myndin var alveg til sérstakrar prýði og þá kannski sér í lagi fyrir viðbjóðslegt sálarlíf mitt þessa daganna. Þess ber að geta að ég þoli ekki hluti sem að eru í tísku. Þess vegna las ég ekki DaVinci lykilinn, sá ekki Titanic, eða fer á hráfæði eða í runkbindindi, sem er að mínu mati magnaðasta trend-ið sem gengið hefur í akademíunni.
Closer fer ofan í saumana á ástarsambandi fjegurra persóna staðsettum í Lundúnarborg. Öll halda þau á einhverjum tímapunkti að þau hafi allt í hendi sér og þau séu svo gott sem ósigrandi. Boðskapurinn er sá að raunveruleg ást sé einungis tímabundið hugarástand sem deyr kvalarfullum dauðdaga þegar fólk fær sínu framgengt í allri sinni djöfuls andstyggð.
Ég náttúrulega samþykki það. Ég meina, – ekki er ég fólk.