Beautiful Mr. Chomsky
Ég er sérstaklega hrifinn af þessum manni. Hann vill meina að til að halda fólki á mottunni er nauðsynlegt að hafa ofan af fyrir því með allskonar kjaftæði. Fótbolti og annað sjónvarpsefni sérsniðið fábjánum er til þess gert að halda fólki það uppteknu að það sjái ekki hvað er að gerast í kringum það. Ef að fólki líður vel fer það að kæra sig kollótt yfir því þó eitthvað yfirvald kemur því þannig fyrir að það fái svo til hverju sem er framgengt. Fólk verður með tímanum blint og aðalatriðin hætta að skipta máli svo lengi sem það getur holað sér niður eftir erfiðan dag á skrifstofunni með bjór, pizzu og brúnan stælgæja sem er að redda þessu í Miami eða hvar í fjandanum sem einhver er að massa það svona helvíti hressilega. Þetta á þó alveg sérstaklega við um þá sem aðhyllast hverskyns boltaíþróttir. Alveg deginum ljósara að það er eitthvað að karlmönnum sem koma saman til að runka sig yfir öðrum eins ófögnuði. Andskotans pakk. Svo er röddin í honum Chomsky alveg einstaklega falleg. Maður svo gott sem fellur í stafi og frussar þegar þessi maður opnar munninn.
Heiðarlegri tilraun til að brydda upp á pólítík lokið.