SiggiSiggiBangBang

Hersluhringur

Aug
14

Ég hef áður skrifað pistla um sanna karlmennsku. Ég hef einnig tíundað hvernig er æskilegt að haga sínum samskiptum í karlaheimi. Ég hef hinsvegar verið eilítið afskiptur í þessum heimi. Það vill nefnilega svo óheppilega til að í gegnum lífstíð mína hef ég aldrei í raun átt karlkyns vini sem tala fjálglega um neðri byggðir og hvernig skal bera sig að þegar á hólminn er komið. Þetta er að mínu viti galli í nauðsynlegu þroskaferli. Ég er á því að ég hafi verið svikinn, eða ég hafi svikið sjálfan mig. Stundum er munurinn þar á milli, mér mjög óljós.

Þegar ég stundaði líkamsrækt í vonlausri tilraun til að koma karlmennsku minni á kopp, þá fékk ég í kaupbæti að hlusta á samræður kynbræðra minna í búningsklefanum. Hvað gerðist helgina sem leið. Hversu mörgum tjellingum var landað osfrv. Mér þótti þetta afar merkilegt. Þetta voru vel stæltir strákar, oftar en ekki með træbal tattú og smá lit á kroppnum. Þeir voru uppfullir af sjálfsöryggi. Heimurinn var þeirra, en ég var aðeins áhorfandi.

Um helgina sem leið, sökum vinnu minnar í hörðum heimi viðskipta átti ég mjög óvanaleg samskipti við tvo karlmenn. Á einhverjum tímapunkti upphófust mjög innilegar samræður um hvernig væri að nota hinn svokallaða “cock ring” eða “arab strap”. Ég leitaði af íslenskri þýðingu sem notuð er yfir þetta áhald ástarlífssins, og komst að því að “cock ring” er kallaður “hersluhringur” á svellköldu móðurmálinu.

Einhver kann að halda að ég jafn illa áttaður og ég er, hafi fyllst hneykslan og viðbjóði yfir útlistun þessara manna, en því fór fjarri. Ég hinsvegar varð sorgmæddur í hjarta mínu, yfir því að eiga ekki alvöru karlmenni fyrir vini, sem gætu leitt mig í gegnum neðri byggðir svo ég geti borið höfuðið hátt eins og guðs barni sæmir, hamingjusamur, glaður og frjáls. Þeir vinir sem ég hef sópað að mér eru ekkert nema djöfuls teprur, sem ræða ekki um neitt sem skiptir raun og veru máli.

Já, það er heilsdagsvinna að vera ömurlegur. Það get ég sagt fullur af sjálfsöryggi.