Hemma Gunn verðlaunin
Ég sat á kaffihúsi um daginn með hórunni henni fröken Sigríði. Við vorum í góðum fíling að ræða ýmiskonar viðskiptaklæki þegar maður nokkur kom aðvífandi. Honum var mikið niðri fyrir þegar hann beindi máli sínu að mér. Hann sagði eitthvað á þessa leið, ég ætla vona að ég hafi þetta rétt eftir.
Hann sagði: “Jæja, alltaf í boltanum?”. Ég missti andlitið og rétt meðan pússlaði sjálfum mér saman, reyndi ég að átta mig á því hvaðan ég þekkti þennan mann. Hvergi í mínum lífræna gagnagrunni fann ég samstæður við þennan mann.
“Já, Hemmi minn!” sagði hann og hló æðinsgengilega. “Er hann að gera gys að mér” hugsaði ég með sjálfum mér.
Í flestum aðstæðum geri ég sjálfkrafa ráð fyrir því að fólk sé að reyna að hafa mig að fífli. Það að ganga bara út frá því vísu að fólk sé að hæðast að mér finnst mér langöruggasta nálgunin. Ég er þá alltaf tilbúinn í átök og ef það er ekki verið að hæðast að mér, þá kemur það mér þægilega á óvart.
Taki hver þetta til sín og geri að sínu. Ég er bara hér á þessari jörð til að koma að gagni.
Þennan dag var í appelsínugulu buxunum mínu fínu sem ég keypti út í Mílanó í voða fínni búð. Þegar ég klæðist þessum buxum fæ ég oftar en ekki þá spurningu hvort ég sé hommi og í tilfelli þessa manns sem sýndi mér þennan yfirgengilega áhuga, varð ég alls ekki fyrir vonbrigðum.
“Ertu hommi?” spurði hann. Ég svaraði því til að það færi nú algerlega eftir því hver spyrði. Hann þagnaði og um stund taldi ég mig vera búinn að snúa á hann. Er sem ég hélt hann ætlaði annaðhvort að kýla mig eða hafa sjálfan sig á brott reif hann upp smokkapakka, sem hann var nýbúinn að festa fé í. Hann tilkynnti mér að þetta væru rifflaðir smokkar, sem væri sérstaklega gaman að nota í hommakynlífi. Fröken Sigríður, sem elskar allt sem er andstyggilegt skríkti af einskærri kátínu. Meiri urðu samskipti míns og þessa manns ekki.
Hann kann að hafa furðað sig á því að ég færi ekki bara rakleiðis niður á fjórar og beraði á mér óæðri endann, en ég get fullvissað hvern þann sem les þessar línur að ef það á fyrir mér að liggja að sænga með karlmanni, þá þarf eitthvað aðeins meira til að koma mér á löpp, heldur en Hemma Gunn frasar og ókeypis rifflaðir smokkar. Kallið mig pempíu en ég tel mig vera laganna megin í afstöðu mína til þessa máls.