SiggiSiggiBangBang

Kettir

Jan
31

Það tóku tveir kettir á móti mér, þegar ég kom heim í hlað eftir erfiðan dag á skrifstofunni. Annar þeirra kolsvartur, kippti sér fjandakornið ekkert upp við, er ég gekk inn í betri stofuna. Ég var himinlifandi með þetta, gekk rakleiðis að honum og byrjaði að knúsa og kjassa. Að því búnu gaf ég kvékindinu fínasta mozarella ost, sem hann hámaði í sig. Hann þakkaði pent fyrir sig, en hafði sig á brott þegar ég tók mig til og spilaði Óð til gleðinnar, á klarinettinn minn fína og fallega.

**

Nágrannar mínir, sem og aðrir íglendingar horfðu á leikinn í gær. Ég heyrði í þeim þar sem þeir öskruðu “koma svo”. Er “koma svo” eitthvað sem allir skilja nema ég. Við hvað er átt eiginlega. “Koma svo”. Hvert?
Ég hata handbolta sem og aðrar boltaíþróttir.

Það er gott að hata!