Blámi
Lífið er búið að vera alveg sérstaklega leiðinlegt frá því að ég gerði þau hræðilegu mistök að vakna í morgun.
Ég veit ekki afhverju ég er svona skapvondur í dag. Mig grunar þó að ólund mín gæti mögulega haft eitthvað með það að gera að það er haglél úti þegar samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum ætti að vera sól og sumar; eða í versta falli bara rigning.
Ég meina…… Hvaða viðbjóður er þetta? Það er guðsvolað vor. Það á ekki að vera éljagangur eða snjókoma!
Hvað gerir maður af mínu tagi, í aðstæðum sem þessum? Drepur hann sig? Tekur hann lúkufylli af hamingjupillum? Étur hann tíu kílóa súkkulaðitertu með flauðskúmmi og jarðaberjum? Fær hann sér sígarettu? Leitar hann á náðir siðspilltra kvenna?
Nei, hann fer rakleiðis á ebay, þar sem jólasveinninn býr.
Og nú vill svo skemmtilega til að rétt í þessu var ég festa fé í 2007 SKY Alto Saxophone w case high F# SAX Saxaphone og ef það er ekki ávísun á gleði og hamingju, þá er mér ekki kunnugt um merkingu orðanna: gleði og hamingja.
Já, þegar lífið er leiðinlegt, þá er leiðinlegt, en þegar lífið er skemmtilegt, þá er skemmtilegt.
Þannig er það nú bara.