SiggiSiggiBangBang

De Reszke

Jul
23

Hér er svo bráðfyndin sígarettuauglýsing dagsett 11. janúar 1919.

“De Reszke” er álitnar beztu cigaretturnar, sem hafa á heimsmarkaðinn; – heimsfrægir menn, svo hundruðum skiftir, hafa látið þá skoðun sína í ljós, að De Reszke séu óviðjafnanlegar að gæðum.
Baroness Orezy, hinn heimfrægi rithöfundur, segir m. a. í bréfi til verksmiðjunnar: “Ég álít að þér hafið framkvæmt hreinasta undur, ég hef ekki verið mikið gefinn fyrir Virginia tóbak, en cigarettur yðar hafa algerlega breytt þeirri skoðun minn. Þær eru yndislegar.
Sir Arthur Pinero: “De Reszke cigaretturnar eru þær beztu Virginia cigarettur, sem ég hef nokkurn tíma smakkað.”
Jarlinn af Lonsdale segist hafa mælt með að De Reszke við vini sína, því þær séu beztu cigaretturnar sem hann þekki.
Bruce Bairnsfather yfirherforingi, hinn alþekti skopteiknari: “Fyrir menn eins og mig sem mikið reykja, er það bráðnauðsynlegt að nota aðeins lettar og skaðlausar cigarettur – og það eru De Reszke!”
Miss Carrie Tubb, söngstjarnan: “Ég álít De Reszke afbragðsgóðar og þær hafa engin slæm áhrif á hálsinn.”
Reykingamenn! Reykið aðeins gott og hreint tóbak – það fáið þið þegar þið kaupið De Reszke. Virginia cigaretturnar kallast “American” en þær Egypzku “Tenor”.
Jón Sivertsen er einkasali og hefir birgðir hér á staðnum.

Stundum enn þann daginn í dag, langar mig í reyk. Tilfinning sem kemur jafn snögglega og hún fer.