out of the races
Aug
27
Lagið sem ég hefði gjarnan viljað dansa við, hefði ég farið á dansiball um síðustu helgi. Illir og forpokraðir vættir komu í veg fyrir að ég léti loks verða af því að fara á Nasa og dansa sokkana af mér. Ekki að þetta lag sé spilað á Nasa, né nokkrum öðrum dansifyllerísgubbustöðum hér á Íslandinu góða.
Out of the races með The Rapture er eitt af mörgum væni- og geðhvarfasýkis lögum sem prýða títtumrædda Rules of Attraction. Atriðið sem er afskaplega eftirminnilegt, sýnir Paul hinn samkynhneigða ögra hómófóbíupabbastráknum Mitchell Allen, með ágengum dansi.
[MEDIA=140]