SiggiSiggiBangBang

Dexter

Oct
16

David Licht heitir hann og hefur samið tónlist fyrir vörubílshlass af síðustu sortar Hollívúddrusli. Myndir eins og Thinner og Hellraiser IV prýða verk hans, en stefin úr þeim myndum festust mér ekki í minni, enda alveg sérstaklega slakar. En stefin sem Licht hefur samið fyrir sjónvarpsþættina Dexter eru eftirminnileg.

End Credit þemað er án efa uppáhaldið mitt. Mér finnst það fanga svo prýðilega þessa sykursætu angist sem er undirtónn í lífi Dexter.

[MEDIA=34]

Wink fylgir þar fast á eftir með englagóli, sem gefur manni þá tilfinningu að Dexter sé hér í erindagjörðum skapara himins og jarðar að vinna þjóðþrifaverk í þágu almannaheill.

[MEDIA=33]