SiggiSiggiBangBang

In heaven

Nov
06

Í dag er mikill gleðidagur og af því tilefni vill ég gera aðgengilegt hér á vefsetri mínu eitt af mínum eftirlætislögum: In Heaven.

[MEDIA=41]

Upprunaleg útgáfa var samin og flutt af Peter Ivers sérstaklega fyrir myndina Eraserhead eftir títtumrædda perlu allra tíma: David Lynch. Peter Ivers er núna sjálfur í himnaríki. Hann var laminn til bana með kylfu árið 1983.

Í atriðinu syngur hin svokallaða Ofnadama(The radiator lady) lagið. Hún er með eindæmum ófríð, með hræðileg kýli á sitthvorri kinninni. Kinnakýli hafa alltaf haft lokkandi áhrif á mig. Kinnakýli og húðsepar.

[MEDIA=42]

Pixies gerði lagið að sínu og festi það í hugum minnar kynslóðar. Í þessari útgáfu syngur Frank Black.
Ég þekki ekki uppruna þessa myndbands, en hér er að mér virðist enn einn bílskúrslistasnillingurinn á ferð, sem fær að njóta sín fyrir tilstilli nútímatækni. Einhver sem hefði að öðrum kosti veslast upp og lognast út af með alla sína sköpunargáfu.

[MEDIA=43]

Fyrir um fjórum árum síðan komu Pixies til Íslands og spiluðu í reiðhöllinni. Á þá tónleika fór ég með hórunni henni Frú Sigríði. Þrátt fyrir að vera með andstyggilega flensu, missti ég mig gersamlega og dansaði og gargaði eins og þykir svo prýðilegt hér á bæ.