Nafnakall í gehinom
Nov
12

Að stíga léttan dans á jarðsprengjusvæði er eftirlætis nálgun mín við að lifa þessu lífi. Oftar en ekki kallar einhver velviljaður til mín: Sigurður minn, viltu ekki heldur hrista á þér skankana á hunangsakrinum þarna við hliðina á. Hunangsakur??? Ég hræki rafgeymasýru í augun á viðkomandi. Fullur af fyrirlitningu, þreyttur, lúinn, í köldum heimi garga ég tímamótaóhroða. Ég verð að finna fyrir því að ég sé á lífi og það gerist ekki ef ég er að stunda kynvillu á einhverjum helvítis hunangsakri.