SiggiSiggiBangBang

John Denver er dauður.

Nov
20
[MEDIA=44]

Hverju mannsbarni er fullkunnugt um hversu mikill söngfugl ég er. Ég gersamlega elska að þenja á mér raddböndin og verða þá oftar en ekki söngvar um ástina fyrir valinu. Hver sem haft hefir af mér kynni veit að ég er dyggur aðvókat ástarinnar. Ég elska að elska. Ég elska að syngja. Að lifa er að elska. Ást, ást, ást.

Með fallegri ástarlögum sem ég hef heyrt, er án efa Perhaps Love með John Denver. John Denver er steindauður, en þetta fallega lag lifir í hjörtum allra meðvitaðra manna. Ég er meðvitaður maður. Ég hef kynnst ástinni.

Núna nýverið söng okkar ástsæli Garðar Cortes þetta lag með miklum tilþrifum. Lag þetta rataði til mín í gegnum pípur alnetsins og hitti mig beint í hjartastað. Ég hugsaði með mér, ekki get ég verið eftirbátur Garðars og því ákvað ég að syngja þetta lag inn á myndband fyrir aðdáendur þessarar síðu. Undir spilar John Denver á veðraðan kassagítar, en ég sé alfarið um söng. Má segja sem svo að þetta myndband sé óður minn til ástarinnar. Megi sem flestir finna ástina og lifa hamingjusömu lífi, þangað til við fetum í fótspor John Denver og drepumst.