Á leið út í haf
Dec
25
Í dag kúka allir jólakræsingum gærdagsins og á undurfagran hátt, sama hvaða stétt við tilheyrum, sameinumst við öll í gegnum holræsakerfi borgarinnar.
Og þar sem ég bý við Óðinsgötuna, tel ég ekki ólíklegt að kúkur úr mér og kúkur úr Degi B. Eggertssyni myndi kunningsskap og bjóði hvorum öðrum gleðileg jól á leið sinni á haf út. Ég og Dagur heilsumst hinsvegar ekki þegar við hittumst út á götu.