Superman brýtur reglurnar
Í fyrrinótt dreymdi mig að ég væri búsettur í Nýju Jórvík. Í draumnum var ég ekki aukvisinn sem ég er í vakanda lífi, heldur sjálfur Superman. Ég átti snotra litla þakíbúð í 50 hæða stórhýsi. Eitthvað óskilgreint gerist í draumnum, sem verður til að ég hef sjálfan mig til flugs fram af háhýsinu. Upplýsingar um hvert för minni var heitið fylgdu ekki með í þessum draumi.
Flugveður var gott og sólin skein. Ég tek eftir að það er svolítil mengun yfir borginni. Hægri hönd mín vísar fram á við og nota ég hana til að stýra. Hún virkar samt ekki bara sem stýri heldur er mér kleift að breyta flughraðanum með henni, það eina sem ég þarf að gera er að teygja hana aðeins fram til að auka hraðann, og svo draga hana aðeins að mér til að minnka hann. Þessir möguleikar fylgja undantekningalaust öllum draumum sem ég get flogið í.
Allt í einu, án þess að ég kunni á því skýringu, hugsa ég með sjálfum mér að það væri stórskemmtilegt að prufa sjálfsfróun meðan á flugferðinni stendur. Ég set þessa ljómandi fínu hugmynd í framkvæmd og tek til óspilltra málanna og þar sem ég hef ekki enn lesið bók Þorgríms Þráinssonar um hvernig best er að halda aftur af ótímabæru sáðláti, tekur það mig ekki langan tíma að binda endahnút á athæfi mitt. Ég horfi á framleiðsluna sullast yfir Times Square og grenja úr hlátri. Ég vakna og mér til mikils feginleika verður ljóst að uppákoman skilaði sér ekki yfir í þessa tilveru, enda hefði þá verið illa fyrir mér komið, þar sem ég sef á rafmagnsundirbreiðslu.
Öllum ber saman um að kúkur í draumum sé fyrirboði auðs og gósentíðar, en hvernig í ósköpunum ber að skilja það þegar manni dreymir brund?