Yndisleg tónlist
Jan
29
Mér var send þessi gersemi í flugpósti. Ég veit eftirfarandi um þessa hljómsveit: Þau kalla sig WE HAVE NO TV: NOT QUITE PUNK, eða er það nafnið á disknum? Ég er ekki viss. Kannski heitir hljómsveitin WE HAVE NO TV og diskurinn NOT QUITE PUNK, ég er tel það reyndar líklegt. Þau sjálf heita , eða kalla sig, Pete, Mole og A-K, búa í kommúnu í London, borða grænmeti, eiga ekki sjónvarp, eru friðelskandi, trúa á ástina og tedrykkju. Fallegt, ekki satt. Ætli verði einhvern tímann aftur jafn mikil vitundarvakning og á sjöunda áratugnum, og þá án vímuefna?
Lagið heitir Think, Keep Thinking.
[MEDIA=105]