Juno og Kimya Dawson
Ég og Magga frænka Best sáum þessa dásamlegu mynd, sem er drekkhlaðin tónlist Kimya Dawson, sem ég hef áður líst aðdáun á. Loose Lips er spilað undir kreditlistanum, og er lýrikin í þessu lagi, sem og flestum hennar lögum, alveg sérstaklega hnyttin og skemmtileg.
Hér er lagið, af plötunni Remember That I Love You:
Og svo fann ég þessa live útgáfu á þúskjá. Skemmtilegt er hversu hressilega fólk tekur undir í kaflanum þar sem hún syngur: Fuck Bush, and fuck this war. Gjörið svo vel:
Hér er textabrot úr viðlagi:
so if you wanna burn yourself remember that I LOVE YOU
and if you wanna cut yourself remember that I LOVE YOU
and if you wanna kill yourself remember that I LOVE YOU
call me up before your dead, we can make some plans instead
send me an IM, i’ll be your friend
Kimya Dawson hélt úti síðu, fyrir einhverju síðan, þar sem hún gaf upp símanúmerið sitt og heimilisfang – ef ske kynni að einhver hefði áhuga á að hringja, fara í heimsókn, eða senda henni línu. Hér er allavega bloggið hennar.