Andlegt runk
Rétt eins og annars staðar í tilverunni leggur fólk, sem gefur sig út fyrir að vera andlega þenkjandi, sig fram um að gera sjálft sig eins óskiljanlegt og það mögulega getur – í þeirri von að það hljómi gáfulega og uppskeri þar af leiðandi virðingu. Einnig er til urmull af andlegum bókmenntum, sem gera ekkert annað en að rugla fólk enn meira í ríminu. Það veit ég – því ég á sjálfur fullan kassa af andlegu klámi. Sumar af þessum bókum, hafa einungis gert mig örvæntingafyllri í leit minni að betri skilning á hver þýðing tilveru minnar sé.
Ég talaði við mann fyrr í dag, sem hefur marínerað í andlegum fræðum. Ég spurði hann hvort ég ætti einhvern tímann eftir að finna frið. Ég vill taka það fram að ég gerði mér enga sérstaka ferð til að hitta þennan andlega mann, né er hann almennt álitinn ljósgjafi í andlegum málefnum. Hann svaraði mér, og svarið hljómaði eins og eitthvað sem hefði passað vel við undirspil engla. Eins og eitthvað sem hefur tekið þúsund ár að upphugsa. En þegar ég fór að spá aðeins í merkingu orðanna, áttaði ég mig á að spekin var alveg verðlaus. Það hefði verið áþreifanlegra, hefði hann leyst niður um sig og kúkað á gólfið fyrir framan mig. Ég hefði þá líka haft eitthvað til að tala um, út vikuna. En spurningin er, hversu margir andlegir runkarar, fá að ríða út á einhverja djöfulsins steypu, sem enginn skilur og enginn þorir að spyrja út í af ótta við að vera álitinn heimskur. Þeir eru fleiri en eitt dúsín, er ég viss um.