Gúgú Be
Megnið af uppvaxtarárum mínum áttu foreldrar mínir bláa Volswagen bjöllu með númerið Y 801. Ypsilon stóð fyrir Kópavogur í þeirri tíð. Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var af Trabant gerð, og keypti ég þá bifreið af föður mínum fyrir heilar 12 þúsund krónur, hann var með númerið Y 4772. Er ég eltist kynntist ég snillingnum Steini Bjarna, sem átti appelsínugula Skoda bifreið með númerið Y 3. Ég man ekki nákvæmlega söguna að baki þessum fyrstu Kópavogsnúmerum, en ef ég fer rétt með þá var bæjarstjóranum úthlutað Y 1, ruslabílnum Y 2, og svo afa hans Steina Y 3. Á þessum árum þótti ægilega spennandi að spá í númerum. Númerin áttu sér yfirleitt sögu, og fylgdu oftar en ekki fjölskyldum, bíl fram af bíli. Hvaða númerum ólust þið upp með?
Í dag eru númerplötur drepleiðinlegar og hafa engan sjarma. Ég gat þó ekki annað fyllst kátínu þegar ég sá þessa Lexus bifreið fyrir framan mig á ljósum í dag. Hrekklausa ungmennið Gísli P, hafði enga hugmynd um hvers vegna ég smellti af. Ef hann vissi það, þá þætti mér ólíklegt að hann skreytti sjálfsvirðingu sína með þessari númeraplötu.
Allir saman nú. -Já, þú líka Kalli!