SiggiSiggiBangBang

Mary Poppins og lyfjafíkn

Apr
30
[MEDIA=153]

Einu sinni át ég reiðinnar býsn af pillum í öllum regnbogans litum. Það þótti mér prýðilegt. Ég átti pillur við öll tækifæri: ef ég var leiður, ef ég var reiður, ef ég var hress, ef ég var að fara á ættarmót, ef ég dansaði diskó, ef ég fór í skóla, ef ég hætti í skóla, ef ég fór til útlanda – sama á hvaða vígstöðvum ég þurfti að standa mig(eða ekki), alltaf var til pilla eða skammtastærð sem gerðu mig að hæfari ræðara í lífsins ólgusjó. Færustu sérfræðingar í heilsugeiranum aðstoðuðu mig í að éta mig í gegnum nokkur bindi af eftirlætis bók þeirra tíma: lyfjabókinni – þar til einn daginn fannst mér ég vera fullmettur og sagði skilið við lyfjaða tilveru mína. Ákaflega velviljað fólk hjálpaði mér í gegnum mestu erfiðleikanna, með að skófla í mig fleiri pillum – en þegar á leið urðu skammtarnir minni, þangað til á endanum stóð ég uppi berstrípaður. Sveittur og skjálfandi söng ég: “a spoon full of sugar, helps the medicine go down.”

Það þarf enginn að halda aftur af sér í söng, því með myndbandinu fylgir lagatexti. Allir saman nú!