45
May
03
[MEDIA=154]
Þetta er ekkert tímamótaverk, það get ég fullyrt. Ég er að læra á nýtt klippiforrit, sem heitir Final Cut Pro, og er þetta afrakstur einnar kvöldstundar. Örstutt, um ást mína á vor og sól.
Myndirnar tók ég í gær á löngum göngutúr. Húsnúmerið í myndbandinu er á Hringbrautinni, þar sem Þórbergur Þórðarson átti heima, en ég og félagi minn heimsóttum einmitt leiði Þórbergs í gær. Þarna er einnig bakhlið hússins og auðvelt er að ímynda sér Þórberg standandi á svölunum á fjórðu hæð hellandi vatni yfir börnin sem hlupu um í túninu fyrir neðan full af ákafa og æsingi. Myndbandinu líkur svo á Hressó, þar sem Luydmyla the great, eiginkona Pjeturs Geirs, sötrar mjólkurhristing með jarðaberjum.