Myosotis arvensis
“…And these children
that you spit on
as they try to change their worlds
are immune to your consultations.
They’re quite aware
of what they’re going through…”
David Bowie
Þetta lag var mjög vinsælt löngu áður en ég varð gamall geðstirður kall í kjallara á Óðinsgötu. Molly Ringwald og félagar hennar í morgunverðarklúbbnum höfðu afar innspírandi áhrif á mína kynslóð, að undanskildum þeim er aðhylltust pönkið, en ég var ekki einn af þeim.
Við vorum unglingar og skildum ekki okkar hlutverk í tilverunni, sama hvað við reyndum. Áttum við að treysta brotnum foreldrum okkar, bekkjarsystkinum, fasískum skólastjóra, rugluðum kennurum – eða áttum við að fara eigin leiðir. Óteljandi spurningar þjökuðu huga okkar.
Ég samhæfði einna mest með persónu Ally Sheedy. Ég held að ég geri það enn, rúmum tuttugu árum síðar.
Hver var eftirlætispersónan þín?