Frá Bláfjöllum til Tíbet
Jan
27
Í nótt var ég staddur með stórum hóp útlendinga í tjaldbúðum upp í Bláfjöllum. Framundan var langt og strangt ferðalag til Tíbet og því eðlilega Bláfjöll fyrsti áningarstaðurinn. Í hópnum kom ég auga á undurfagra kínverska konu, sem ég gaf mig á tal við. Ég sagði henni að mig hefði dreymt um að fara til Tíbet síðan ég las The Razor’s Edge eftir W. Somerset Maugham. Hún sagði ekki eitt einasta orð. Allt í einu kviknaði innra með mér áður óþekkt stærð af ást. Ég fann að þetta var konan sem ég vildi elska þar til ég yrði 21 grammi léttari. Við féllumst í faðma og létum vel að hvoru öðru. Mér leið dásamlega.
Ég ætla nú að leggja mig og athuga hvort ég hitti hana ekki aftur.