Nágrannar
May
27
“Grannar, allir þurfa góða granna, trallallallalallalla…..”
Nágranni minn, karl yfir fimmtugt, á mikið af kraftmiklum verkfærum sem gefa frá sér allskonar andstyggðarhljóð. Í dag má heyra glakk, glakk, glakk, glakk í milljón vatta múrbrjót. Í gær, sagaði hann með hjólsög allan daginn. Ekki var hann að saga ektakvinnu sína í búta, því núna þessa stundina, þegar ég reyni að skrifa ólund mína í burtu, situr hún með vinkonum sínum út í garði og talar hátt og snjallt með reykmettaðri viskíröddu.
Stundum vildi ég að ég byggi út í sveit.