SiggiSiggiBangBang

Tortímandinn

Jan
29

Ég hef lengi velt því fyrir mér hvers vegna Tortímandinn, úr samnefndri kvikmynd, birtir sjálfum sér textaupplýsingar á ensku? Í hvaða tilfellum þurfa tölvur að lesa upplýsingar af sínum eigin skjá? Er þá ekki nóg að skjóta hann í augun? Þá getur hann ekki lengur unnið úr upplýsingum, leitað í gagnagrunni, gúgglað, osfrv. Er öllum nema mér sama um þetta?