Skandinavía
Til andskotans með Skandinavíu. – Long live the new flesh.
Ég hef aðeins verið að hlusta á band sem heitir Mew, mér til alveg sérstakrar ánægju. Ég hef til þessa ekki aflað mér frekari upplýsinga um þessa sveit. Ég hinsvegar án þess að fara þess á leit, varð þess uppvís að sveitin er frá Danmörku. Mig rak í rogastans og ég fylltist viðbjóði. Ekki ólíkt því að gæða sér á rækjusalati sem bragðast afburða vel, en komast síðan að því fyrir slysni að sá sem bjó til salatið hefði í friðhelgi heimilisins hækkað í miðstöðinni og smurt salatinu á líkama sinn. Þetta er reyndar ekki eina tónlistin sem ég hef fellt mig við sem ég læri að er frá viðbjóðslegu landi. Stina Nordenstam er tildæmis frá Svíþjóð. Svíþjóð er viðbjóður. Sé Danmörk ömurleg, þá er Svíþjóð svo óaðlaðandi að mér ógleði ein í huga þegar ég hugsa um þetta. Fyrir tveimur kvöldum sat ég í matverðarboði með einmitt Svía, hann kom færandi hendi með skál fulla af sænskum kjötbollum. Hann talaði um landið sitt eins og það væri æðissslegt. Ég sem mætti til kvöldverðarborðsins með opnasta huga sem um getur í Evrópu. Mér féllust hendur þegar leið á kvöldið og mig langaði með sanni bara til að deyja. Það er EKKERT spennandi við Svíþjóð, EKKI NEITT. Volvo er ekki spennandi. Saab er ekki spennandi. Stockholm er ekki spennandi. Viðbjóðslegt tungumál og ömurlegt fólk. Samt sem áður verð ég að viðurkenna að ég hef látið af því að alhæfa á þennan máta og kann bæði Mew og Stínu minni Nordenstam afar vel.