SiggiSiggiBangBang

Skandinavía

Jul
21

Til andskotans með Skandinavíu. – Long live the new flesh.

Ég hef aðeins verið að hlusta á band sem heitir Mew, mér til alveg sérstakrar ánægju. Ég hef til þessa ekki aflað mér frekari upplýsinga um þessa sveit. Ég hinsvegar án þess að fara þess á leit, varð þess uppvís að sveitin er frá Danmörku. Mig rak í rogastans og ég fylltist viðbjóði. Ekki ólíkt því að gæða sér á rækjusalati sem bragðast afburða vel, en komast síðan að því fyrir slysni að sá sem bjó til salatið hefði í friðhelgi heimilisins hækkað í miðstöðinni og smurt salatinu á líkama sinn. Þetta er reyndar ekki eina tónlistin sem ég hef fellt mig við sem ég læri að er frá viðbjóðslegu landi. Stina Nordenstam er tildæmis frá Svíþjóð. Svíþjóð er viðbjóður. Sé Danmörk ömurleg, þá er Svíþjóð svo óaðlaðandi að mér ógleði ein í huga þegar ég hugsa um þetta. Fyrir tveimur kvöldum sat ég í matverðarboði með einmitt Svía, hann kom færandi hendi með skál fulla af sænskum kjötbollum. Hann talaði um landið sitt eins og það væri æðissslegt. Ég sem mætti til kvöldverðarborðsins með opnasta huga sem um getur í Evrópu. Mér féllust hendur þegar leið á kvöldið og mig langaði með sanni bara til að deyja. Það er EKKERT spennandi við Svíþjóð, EKKI NEITT. Volvo er ekki spennandi. Saab er ekki spennandi. Stockholm er ekki spennandi. Viðbjóðslegt tungumál og ömurlegt fólk. Samt sem áður verð ég að viðurkenna að ég hef látið af því að alhæfa á þennan máta og kann bæði Mew og Stínu minni Nordenstam afar vel.

comment kerfi uppfært

Jul
17

Ég þakka viðkomandi fyrir að setja inn myndina maria.jpg inn í berskjaldað comment kerfið sem fylgir þessum fallega vef. Myndina maria.jpg hefur umræddur (en að öllu ónefndur) hugsanlega dregið upp úr litskrúðugu einkasafni sínu ef getgátur mínar reynast réttar. Ég sá samt sem áður ástæðu til að fjarlæga athugasemdina, sem innihélt þessa fögru mynd.

Fyrir þá sem ekki skortir hugrekki á veraldarvefnum gef ég upp eftirfarandi vefslóðir:

maria.jpg ásamt öðru – Ég á ekki von á að þessi tengill verði langlífur.
Heimasíða dagsins.

Grillað með George Hamilton

Jul
04

Þegar ég var smástrákur þá velti ég oft vöngum yfir því hvernig það væri að vera fullorðinn. Eins og ég sá heiminn þá höfðu fullorðnir allt á hreinu. Þeir brugðust alltaf rétt við og vissu nákvæmlega hvernig ætti að haga sér í hverskyns aðstæðum. Mér þótti heimur hinna fullorðnu afar hrífandi og gat ekki hugsað mér neitt tilkomumeira. Ég sá það í hendi mér að ég kæmi til með að vita í öllum tilfellum hvað væri við hæfi og að ég yrði jafn úrræðagóður og elskulegur faðir minn. Í gær á 35 ára afmæli mínu hringdi ég í föður minn og sagði honum frá þessum hugrenningum mínum. Ég sagði honum að ég fengi ekki séð að þankagangur minn núna væri svo frábrugðinn því þegar ég var polli. Að ég finndi ekkert sérstaklega fyrir því að vera fullorðinn. Að ég væri svo til alveg jafn grunlaus um tilgang þessa lífs og ég var þegar ég var stráklingur. Faðir minn, hinn mikli meistari sagði að honum liði nákvæmlega eins, einungis skrokkurinn tæki breytingum en hann hugsaði að mestu eins og hann hugsaði þegar hann var smástrákur að alast upp í kjósinni. Mér finnst þetta andskoti merkilegt.

Ég var staddur í grillveislu með nokkrum ítölskum George Hamilton fígúrum. Menn sem báru sig alveg sérstaklega vel, brúnir vel til hafðir með sjálfstraustið í andskoti fínu lagi. Þrátt fyrir að ég skildi ekki hvað þeir voru að segja, komu þeir mér fyrir sjónir sem menn sem vita allt. Þeir töluðu endalaust og bönduðu höndum sínum máli sínu til stuðnings. Börnin þeirra horfðu aðdáunaraugum á hverja hreyfingu foreldra sinna. Mér leið hinsvegar ennþá eins og ég væri barn í hópi fullorðna. Svei mér hvað þetta er einkennilegt þetta líf.

Holland 2005

Jun
25

Ég bendi þeim sem eiga hagsmuna að gæta á myndaalbúmið. Í albúminu að þessu sinni tíunda ég ferð okkar Maríu Falabellu til fjarlægra landa. Ævintýri, væntingar og brostnir draumar. Ég er ekki í stöðugu stafrænu sambandi við umheiminn, en guð einn veit að ég nýti hvert það tækifæri sem gefst.

carson

Jun
12

Falleg er hún Carson McCullers.

“Ég hata eurovision blog!”

May
14

# Vorþunglyndi:
Fyrst ber að nefna þessa tegund af þunglyndi sem er afskaplega algeng meðal íslendinga. Vetrarhörkuþunglyndið er að baki og það orðið tímabært að taka til hendinni og gera eitthvað bæði uppbyggjandi og sérstaklega skemmtilegt. Hlaupa af sér aukakílóin, ná sér í riðil eða vaska upp, – svo eitthvað sé nefnt.

# Veit ekki hvað ég á að gera í sumafríinu þunglyndi:
Þetta ástand samanstendur af angist, aukinni munnvatnsframleiðslu og óforbetranlegri áráttuhegðun á borð við það að afklæða sig og maka á sig rækjusalati. Fyrir íslenskan ríkisborgara er þetta mjög erfitt viðureignar. En vittu til það er allt í lagi að láta deigan síga og keyra höfuðið í koddann því þetta er orðið viðurkennt vandamál.

# Tækifærisþunglyndi:
Þetta er uppáhaldsþunglyndið mitt. Hentar öllum aðstæðum sérstaklega vel. Virkar vel í ástarsamböndum og kemur í veg fyrir óþarfa mannleg samskipti.

the good life

May
11

Ég hef haft það svo fjári fínt undanfarið að ég hef ekki fundið hjá mér neina sérstaka löngun til að þrasa og þusa. Ég geri mér þó grein fyrir því að þessi gleði endist ekki rass og það líður ekki á löngu að ég verð orðinn það óhamingjusamur að ég sé ríkulega ástæðu til að fetta fingur út í HaHa flokkinn og illa gefið landsbyggðarfólk. Vel á minnst. Síðustu helgi komu til hér til landsins tveir menn sem að höfðu náð að mínu mati merkilegum árangri. Að þessu tilefni tók ég mig til og fékk hóruna hana frú Sigríði til að koma mér í návist við þessa snillinga. Ég var spurður að því nokkrum sinnum þetta kvöldið hvort ég hefði tekið þá ákvörðun að láta af andstyggilegum og ógeðslegum áætlum mínum og snúa aftur í ljósið. Að lifa í ljósinu er það eina sem virkar, allt annað er bara ömurlegt og alveg sérstaklega viðbjóðslegt. Mér var lofað því að ég myndi berja og nauðga meðbræðrum mínum ef ég snéri frá reglunni, en satt best að segja hefur mér ekki komið til hugar að berja eða nauðga einum né neinum. Kannski er ég bara ekki í alvörunni apaköttur.

Ghost Dog

Apr
30

Ég má til með að hefja upp raust mína og mæla með þessari mynd. Jim Jarmusch hefur löngum verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Einhverra hluta vegna hafði mér þó láðst að sjá þessa mynd. Ég man að einhvern tímann átti ég mér þann draum að reykja sígarettu með Jim Jarmusch og þá helst í Brooklyn. Þetta held ég að hafi verið eftir að ég sá Blue in the face. Á þeim tíma reykti ég talsvert af sígarettum og stundaði aðra hefðbundna sjálfstortímingu. Núna í dag hef ég verið reyklaus í 2 og 1/2 ár. Ég verð að viðurkenna að ég sakna þess ógurlega að reykja. Mig langar æði oft í sígarettu, en þó ekki þannig að ég þoli ekki við. Snemma í mínu reykleysi hefði ég getað svarið að ég ætti aldrei eftir að reykja aftur. Núna hinsvegar hugsa ég stundum með sjálfum mér að ég komi til með að byrja að reykja aftur undir ákveðinni tegund af kringumstæðum. Þegar ég var staddur í New York, hugsaði ég með mér að vegna aðstæðna þá væri kjörið að byrja að reykja aftur, en svo snerist sú hugsun upp í það að væri alveg skelfilega asnalegt ef ég notaði einhverjar sorgaaðstæður sem tylliástæðu til að hefja aftur reykingar. Þetta er í raun mín skoðun, en mig langar samt oft að reykja.

disclaimer

Apr
30

Þess ber að geta að þrátt fyrir ergelsi og almennan lífsleiða er undirritaður við hestaheilsu og uppfullur af gleði von og trú.

DHL express Iceland ehf. Do not use this service.

Apr
28

DHL Express bad review.

Because I know this page is widely picked up by the web crawlers I like to use the opportunity to suggest people not to use the DHL express Iceland service. Alot of people in Iceland use the internet to shop online. Mainly because Iceland is an isolated island in the middle of nowhere. And of course it is quite convenient shopping online for anyone anywhere.

On the 13th april I placed an order of an italian course with www.linguaphone.co.uk. The Linguaphone company despatched the order on the 14th of april. There are flights to and from the UK all throughout regular days by various companies. A package from UK takes about maximum 2 days to reach it’s destination.

When my package had not arrived on the 26th I wrote to the Linguaphone company and asked them what happened. They told me that the DHL company had asked for additional information about my address. Still I had not heard anything from them. When I came home a bill for 57 pounds was waiting for me on my doorstep, but no package. The following day I expressed to the Linguaphone company my unhappiness for the choice of postal service. I told them that the Icelandic Postal Company only charged around 7 pounds for the delivery of a similar package. The Linguaphone company told me that they were making inquires about the package with the DHL “Express” and that they were hoping that the company would get in touch right away. They never did. 15 days have passed and the package has not arrived to me.

I called the DHL service and after an employee investigated my order she finally found the package. I asked them to deliver the package to the place I work. She said that it would be okay, and I only had to sign for the package. Half an hour passed and she called me, and asked me if I had paid the bill because they would not deliver the package if I hadn’t. I told her that I would do this with the online bank. She was okay with that, and the phonecall ended. 5 minutes passed and she called me again to ask me to print out the confirmation for the transaction. Being calm and polite through all this I told her that this had become quite annoying. May I make a note that the bill in question is the sort that if you don’t pay it you have the chance of being sued.

#1 – The DHL service charged around 57 pounds for the package.

#2 – The Icelandic Postal Service charges around 7 pounds for the delivery of a package of this sort.

#3 – During working hours they tried delivering the package to my address. Maybe they assumed that I was unemployed because I was ordering a language course? I don’t know.

#4 – They did not leave a note or call the phone number included with the package information.

Companies that are into online shopping should not use this service. There are other services that are much cheaper, and have much more experience in serving post and packages. islandspostur.is is one of them.

Lífsleiðir hafa líka tilfinningar!!!

Apr
24

Ég er einn af þeim sem þykir þetta líf alveg með eindæmum leiðinlegt. Ég hef gert tilraun til að viðra þessa skoðun mína við fólk sem þekkir mig takmarkað við afar misjafnar undirtektir. Ég hef frá því ég var barnungur velt þessu talsvert fyrir mér og það má kannski segja sem svo að þessi viðhorf mín til lífssins séu orðin mér jafn eðlislæg og sú árátta mín að fækka fötum og maka á mig léttmajonesi. Persónulega finnst mér þetta ekki vera svo mikið tiltökumál en fólk er yfir höfuð á annarri skoðun en ég hvað þetta varðar.

Ég man þegar ég var meðlimur í hæstvirtri akademíu hér innan borgarmarka þá þótti það nú sko alls ekki fínt að hafa orð á því að hversu skelfilega leiðinlegt þetta líf er. Mér er fúlasta alvara, – það rekur alla í rogastans ef maður nefnir þetta. Ég ætla ekki að telja upp ástæður þess hversvegna þetta er allt svona hræðilega leiðinlegt. Þetta er jú smekksatriði hvers og eins. Mér finnst hinsvegar að þessi skoðun mín eigi alveg rétt á sér og mér er óbjótt yfir þeim fordómum sem við lífsleiða fólkið upplifum frá degi til dags.

kernel source

Apr
22

“You are not expected to understand this… I don’t even understand this.”

(from The Linux Kernel Source Code,
./arch/x86_64/ia32/ptrace.c:90)