SiggiSiggiBangBang

Whitetrash gettogether

Dec
22

Einn viðbjóðslegasti og tilgangslausasti vefurinn sem ég hef vafrað um upp á síðkastið er án efa http://www.yafro.com/. Hann minnir mig á mynd sem ég sá ekki svo alls fyrir löngu, en man ekki nafnið á – sem er reyndar mjög sjaldgæft því ég man yfirleitt alltaf nöfn á myndum. Myndin fjallaði um vonlaust fólk í USA sem gerði fátt eitt annað en að drekka áfengi og bera sig online. Tilgangsleysið og ömurleikinn í þessari mynd var alger. Þessi yafro.com vefur þjónar sama einskisverða tilgangsleysi. Þarna hefur þú kost á að skrá þig og senda inn myndir af sjálfum þér eða hverju svo sem þig fýsir að opinbera. Hinir notendurnir geta síðan gefið þér ummæli og bætt þér við í vinahóp ef þeim þykir þú vera kostagripur. Ummælin sem þessi lekgátar gefa ungum stúlkum með ómeðhöndlaða sýniþörf eru að sjálfsögðu hávísindaleg og svo sannarlega til eftirbreytni.

my big fat trumpster

Dec
20

Í næsta season af The Apprentice keppa bóklærðir á móti fólki sem hefur komist áfram í lífinu án formlegrar menntunar. Ég er fullur af tilhlökkunar og vona að þetta fyrirkomulag lukkist betur en season 2 sem var skipað alveg handónýtu fólki. Svipað því sem alið er upp í sveit hérlendis.

sushi

Dec
19

“A little bit of pain never hurt anybody.”
Keith Gow
alt.tv.twin-peaks

Fyrir internetsjúka mæli ég eindregið með notkun Usenet. Usenet er hundgamalt risastórt umræðukerfi. Flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þar sem Usenet spannar flest öll áhugasvið.

Hægt er að stofna reikning frítt á http://individual.net/

Gott er að kynna sér málið frekar á http://www.faqs.org/faqs/usenet/what-is/part1/

Veflókar Comments Off on sushi

þusumsvei

Dec
16

Eftirfarandi er viðbjóður:
Þessar andstyggilegu barnaauglýsingar, þar sem litlu sætu dúllí dú, krúttí krúttí smábörnin auglýsa allskonar fucking drasl út af því að það getur ekki verið neiitt annað en svaka fucking sætt.
Ég er kannski einn um að hafa eitthvað út á þetta að setja. Það má vel vera að það sé politically incorrect að hata þessar viðbjóðslegu auglýsingar. Héðan heima úr hlaði séð þykir þetta ekki rassgat sætt. Þetta er tilgerðarlegt og viðbjóðslegt. Sjálfsagt eru foreldrar þessara krakka alveg sérstaklega ánægðir með börnin sín, en ég fæ óbjóði mínum ekki leynt.

Ha’ Ulam

Dec
14

Ég hef ákveðið að spila inn aftur gamla galleríið mitt. Ég sé enga sérstaka ástæðu til að taka fallegustu minningar fortíðar minnar og kasta þeim út í hafsauga. Það má vel vera að ég sé að taka hliðarspor með þessu athæfi en það verður þá að hafa það. Ég hef löngum verið talsmaður þess að halda í andstyggilegar minningar hvað sem það kann nú að kosta. En í dag ætla ég að gerast advókat ánægjulegra minninga. Það má vel vera að þetta sé vegna þess að ég er með háan hita, en frá mínum bæjardyrum séð þá er ég aldrei betur í stakk búinn til að taka snjallar ákvarðanir en heldur einmitt þegar ég er nær yfirliði en vöku.

indókína

Dec
11

Mér er minnistætt úr 6ta season af Sex And The City, þar sem Miranda er farin að lifa of einhæfu einsemdarlífi. Hún horfir alltaf á sömu sápuna, sækir vinnu og verslar mat í sömu chineese fast food búllunni. Hún fer að hafa það mjög svo á tilfinningunni að hún eigi sér ekkert líf og að starfsfólkið á matsölustaðnum sé mjög svo meðvitað um ástand hennar. Nú er reyndar svo fyrir mér gleðigjafanum komið að ég er farinn að kaupa mér mat á Indókína 4 sinnum í viku. Afgreiðslufólkið allt er farið að kannast við mig og fara viðskiptin fram með öllum aðilum brosandi illkvittnislega út í annað. Já það fer þar nærri að undirritaður sem eitt sinn var mikill djammgosi og “bóhem” er orðinn leiðindardurgur sem missir aldrei af uppáhaldssjónvarpssþættinum sínum og nærist á sama veitingastaðnum. Það er þó mér þvert um geð að viðurkenna að ég sé að bíða hér lægri hlut í lífinu.

The Trumpster

Dec
06

Eftir að hafa hakkað í mig tvær stórar skálar af poppi hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég vill að það heyrist konunglegur lúðraþytur þegar ég geng inn í herbergi. Eftir að hafa verið dyggur aðdáandi The Apprentice í tæpt ár, hef ég tekið eftir að næstum í hvert það skipti sem Trump-arinn setur þessu pakki næsta verkefni fyrir – þá heyrist svona Viktorískur lúðraþytur þegar hann birtist manni sjónum. Mjög vandað. Ekkert ósennilegt að maður tengir eitthvað konunglegt við Trump-arann. Þá alveg sérstaklega þegar hann opnar á sér munninn til að segja eitthvað geypiimikilvægt, þar sem geyflurnar á honum ganga til og frá til áherslu og undirstrikunar á því sem hann hefur að segja.

“She was too perky!”

Dec
05

Að vera eða vera ekki hress.
Vegna offitu fer ég nokkrum sinnum í viku til að iðka svokallaðar líkamsæfingar. Þetta er liður í að draga dul á hönnunargalla sem ég fékk í vöggugjöf. Ég er í eðli mínu ekkert sérstaklega mannblendinn og það verður að segjast eins og er að ég hef alveg sérstakt ógeð á að vera þátttakandi í sal fullum af viðbjóðslega sveittum mannskepnum. Endrum eins þegar minnst við varir hitti ég einhvern sem ég kannast við og oftar en ekki kastar sá hinn sami á mig kveðju. Samskiptin eru með eindæmum áhugaverð og frískandi. Ósjaldan hef ég snúið heim á leið ríkari bæði á sál og líkama. Kumpánlegt spjallið fer undantekningaluast fram á eftirfarandi hátt.
Einhver: Blessssssssssssssssssssssaður, er bara verið að taka á því?.
Ég: Öhhhhh, iiiiiiihhhhh……………..tja, púffff já ….
Einhver: Já há, það þýðir ekkert annað…. hohohohohohoho
Ég: Nei, nei einmitt hehe
Svo hugsa ég með sjálfum hversu mikið ég vona að ég fái að deyja heima hjá mér þegar sú stund rennur upp um leið og ég geng greiðlega í burtu.

How do I know?

Dec
03

Það deginum ljósara að máttlaus skilaboð mín svara ekki tilheyrandi kostnaði. Það er kannski eins gott, enda hefði ég aldrei átt að hverfa svo mikið sem þumlung frá fyrri áformum mínum. Ég verð þó að viðurkenna að það reynist mér stundum þrautin þyngri. Því fer reyndar fjarri að mig langi alltaf hreint að leggja stund á praktíska hluti – þvert á móti. Stundum er mun ákjósanlegra að drepa tímann með dagdraumum. Dagdraumar sem reyndar svo sannarlega gætu orðið að veruleika.

Hvað hefði Robert Ginty gert í mínum sporum?

<------------------0------------------>

Dec
01

Ég vill af gefnu tilefni að þessi skilaboð tilheyri fyrstu færslu desember mánaðar.
Mér láðist að muna að ég hefði breytt SELECT úr gagnagrunninum þannig að það tæki einungis það sem væri skrifað hvern mánuð fyrir sig og raðaði upp á forsíðu. Ég satt best að segja hélt að guð hefði gripið þarna inn í og eytt út fagnaðarboðskap þeim er ég hef framreitt undanfarinn mánuð.
Þetta er kannski ekki nógu sniðugt og ég þarf að öllum líkindum að endurskoða þennan viðbjóð sem ég hef verið svo djarfur að kalla kerfi.

Licence to kill

Nov
30

“Ég elska þig svo mikið að ég hef ákveðið að segja þér sannleikann um sjálfan þig!”

Þegar einhver hefur upp raust sína og segir þessa setningu þá persónulega mæli ég með að þeir sem að eiga hlut að máli hafi sig á brott eins skjótt og auðið er. Þessi nálgun hefur hinsvegar þótt afar áhrifarík leið til samskipta og ekki er óalgengt að þátttakendur allir komi ríkari úr svona yfirhalningu. Þetta fer þannig fram að einhver einn sem hefur unnið sér það inn, lemur sér á brjóst og í einlægum ásetningi til að koma gleði og góðum vilja áleiðis finnur hann einhvern sem er ekki alveg að gera rétta hlutina. Þessi riddari króar ódáminn af helst þar sem hann á sér ekki undankomu auðið. Gott er að gera þetta á fjölförnum stað, tildæmis inn á kaffihúsi eða í bíó. Þegar bráðin liggur orðið vel við höggi er látið til skarar skríða og sannleikanum sjálfum er hellt yfir drulluháleistinn. Þegar kvékindinu hefur verið sagt til syndanna sér hann undir eins að sér og brestur í grát. Hann rís því næst upp sem betri maður og áður en maður veit af er hann kominn með réttindi til að segja einhverjum öðrum drulluspena sannleikann um sjálfan sig, Svona gengur þetta manna á milli. Koll af kolli.

Reyndar á ákveðnum tímabilum innan akademíunnar þá er fólk sérstaklega áhugasamt um að kynnast öllum sínum krankleikum svo þessi nálgun er kannski kærkomin. Sem reyndar minnir svolítið á þegar fólk sem er búið að æfa magavöðvana sína duglega biðja félaga sína um að kýla sig í magann.

Þetta var blog sem að þjónaði um það bil engum tilgangi.

Gleðileg Jól!

Robert Ginty

Nov
28

Ég hef verið að íhuga hvaða stefnu ég á að taka í þessum færslum mínum. Það að agnúast, fussa og kasta róg á andstyggilegt fólk hefur alla tíð klætt mig alveg sérstaklega vel. Mér líður betur með sjálfan mig eftir á og er þess fullviss að ég sé langt yfir alla meðalmennsku hafinn og ætti umsvifalaust að verða sæmdur heiðursorðu sem að fer vel við snyrtilegan klæðaburð minn, helst þá orðu sem að glitrar duglega. Eftir svona “ég þoli ekki úrkynja mannkynið og skammast mín fyrir að vera íslendingur/smáborgari” blog leggst ég aftur í rauða fallega sófann minn, gef frá mér sælustunu og hugsa með sjálfum mér hvað allir aðrir en ég eru mikil fífl og hvað Robert Ginty á sínum tíma hefði nú verkað kjúklinginn vel í myndinni The Exterminator. Þar var þó á ferðinni alvöru karlmaður með afar sterka réttlætiskennd. Eitthvað annað en þessir hommalingar sem þykjast ætla að koma einhverju í verk í kvikmyndum nútímans.

Ég er semsagt um þessar mundir að endurskoða blog og blogmenningu og ég verð að segja að blogmenningin hefur vaxið og dafnað síðan ég fór fyrst að fást við þetta fyrir tveimur árum síðan. Á þeim tíma fannst mér þetta með eindæmum hálfvitalegt og það að þetta væri helst fyrir illa gefið fólk, eða fólk sem hefði verið alið upp í sveit. Þetta sem og flest annað sem ég bít í mig var vanhugsað. Ég hef undanfarnar vikur, eða síðan ég hreinsaði til í myndaalbúminu mínu skoðað fjöldann allan af blog vefum víðsvegar um heiminn og ég er mjög hrifinn. Ég sé það í hendi mér að þetta er kjörin leið til að kynnast ólíkri menningu, fólki, trúarbrögðum osfrv.

Meira um blog menningu síðar.