Hið íslenska bankarán í sinnemaskópi og tæknilitum

[media id=207 width=520 height=280]

Á þessum tímapunkti í andlegri reisu minni, þykir mér rétt að gangast við þessu fallega myndbandi sem gert var almenningi aðgengilegt á þúskjá fyrir einhverju síðan. Óþverrinn varð til í sjúkum hausnum á góðvini mínum Hákoni Jens Péturssyni, og var ein af fyrstu tökum á glæsilega RED vél í eigu Jóa tökumanns(sem ég veit ekki hvað heitir fullu nafni). Þetta þrekvirki mannsandans vakti með mér blendnar tilfinningar og á tímabili óskaði ég þess að það færi ofan í skúffu í byggingu sem svo síðar myndi kveikna í og brenna til grunna. Ég hef séð hræðilegar myndir af sjálfum mér þar sem ég er blindfullur og ógeðslegur, en ég hef aldrei séð sjálfan mig jafn viðurstyggilegan og í þessari stuttmynd. Burtséð frá lokaatriðinu, þá er ég ekki einn um að gera þessa mynd viðbjóðslega, því vinir mínir Guðmundur Oddsson og Mörður Ingólfsson eru líka ógeðslega ógeðslegir;myndin verður því að teljast vel lukkuð. Hún var tekin síðasta sumar, fyrir hrun. Ég klippti hana, en þar sem hljóðið sem fylgdi með upptökunni var hálfónýtt, lá hún óhreyfð í marga mánuði, þar til að mikill snillingur aumkaði sér yfir okkur og lagaði hljóðið. Ég álít myndina glæsilega viðbót við videósafnið mitt, og vil árétta að ég er ekki svona viðbjóðslegur í lifanda lífi.

16 thoughts on “Hið íslenska bankarán í sinnemaskópi og tæknilitum”

 1. Var þetta ekki til með texta, sem var ekki eins og hið talaða orð? Minnir að ég hafi séð þetta þannig.

 2. Þetta er ekkert nema hin tærasta snilld!

  Ég er ekki frá því að skjárinn minn sé skarpari eftir áhorfið, svo rosaleg eru áhrif þessarar ræmu.

  Þér þurfið að leika í meira bíói Sigurður – það er sann-leikur í þér, manni minn.

 3. …vil nú einnig taka það fram að meðleikararnir eru einnig alveg fyrirtaks 🙂

 4. BRILLIANT I SAY!!!!!!!
  even without the text it shows the picture and total compliments for the filming missing you all tanto tanto xxx

 5. aaaaaaaaaaaahhhhhahaaaaaaaaaaaaaaahhhhaaaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhaaaaaahhhahhhh…ég elsk’ ykkur..Thanks for makin my day:)

 6. Tær snilld eins og venjulega 🙂 gaman að sjá svona listaverk. til lukku með þetta meistri.

 7. Þetta fannst mér skondið hjá ykkur félögum! Var Lynch að leikstýra?

Comments are closed.