SiggiSiggiBangBang

Dauðataflið

Oct
12
[media id=32 width=520 height=436]

Árið 1991 var Twin Peaks vinsælasta þáttaröðin í sjónvarpi, Jón og Gulli voru með útvarpsþátt sem ég hataði, Kópavogshælið var ennþá til, sígarettur þóttu töff, Kaupþing hét Búnaðarbankinn og var banki niðursetninga, sjávarútvegur var stærsta tekjulindin og Hemmi Gunn þótti ótrúlega fyndinn.

Á þessu prýðilega ári tókum við okkur saman nokkrir framúrskarandi Kópavogsbúar og hófum tökur á stuttmynd, sem bar vinnuheitið: Dauðataflið. Söguþráð myndarinnar læt ég alveg vera að tíunda.

Eitt og annað varð til að myndin var aldrei kláruð, þó aðallega blómlegt félagslíf eins aðalleikarans. Stuttmyndin endaði svo að lokum í pappakassa í geymslu og hverfulleiki lífsins skipaði okkur félögunum hverjum í sína áttina.

Ekki alls fyrir löngu gerði ég mér sérstaka ferð í Kópavoginn til að hafa upp á þessum gúmmilaðikræsingum. Hef ég svo dundað mér við að splæsa þessu saman á eins kryptískan máta og mér mögulega var unnt.

Það þarf engan háskólamenntaðan til að sjá undir hvaða áhrifum myndin er. Einu atriðinu var þó stolið í kærleiksríku hjarta Kópavogsbæjar um hábjartan dag. Hvaða atriði er það?

Myndina prýða eftirfarandi listamenn:
Steinn Skaptason
Stefán Grímsson
Þorsteinn Óttar Bjarnason
Kalli( man ekki hvers son)
Sigurður Þorfinnur Einarsson