Virðulega frú

Mér varð litið sem snöggvast á vinnufélaga minn á næsta bás. Hann hefur verið eitthvað taugaveiklaður því lappirnar á honum gengu upp og niður. Í eitt augnablik fannst mér eins og hann væri að eiga við sjálfan sig. Áður en ég vissi af var ég farinn að skellihlæja.

Þessi vinnustaður er frekar íhaldsamur og fólk hér virðist taka sig frekar hátíðlega. Það væri gaman ef eitthvað óvenjulegt gerðist hérna. Djöfulanum að vera að taka þetta asnalega líf svona alvarlega. Í síðustu viku reyndi ég að hífa upp stemninguna, með að hrækja tyggjóinu mínu í skjáinn sem ég vinn við. Ég uppskar fyrirlitningu og smán. Það hefur enginn virt mig viðlits síðan. En ég veit að þau eru að tala um mig. Ég sé það á þeim.

Ég man eftir mynd sem hét And Justice For All. Lögfræðidrama með Al Pacino. Í þeirri mynd mætti einn virðulegur lögfræðingur uppáklæddur í kvenmannsföt, búinn að raka á sér hausinn. Hann hafði fram að þessu atriði verið alvöruþrunginn með allar byrðar heimsins á herðum sér. Þetta atriði festist í huga mér, einfaldlega vegna þess að hann virtist svo frjáls og glaður með ákvörðun sína.

Einhvern tímann á ég eftir að mæta hér með hárkollu og í síðkjól. Það er full ástæða til að hrista aðeins upp í þessu hérna. Djöfuls leiðindi.

6 thoughts on “Virðulega frú”

  1. Heldurðu að það þurfi svona mikið til að hrista? Hvað með að taka klámblöð í vinnuna og lesa þau í hádegispásum? Segja svo hátt og digurbarkalega “Ég er sko enginn hommi”!

  2. skortir þetta fólk ekki bara Guuuuð.
    Ég hef heyrt að það sé hægt að öðlast andlega vakningu með tiltölulega einföldum hætti sem er útlistaður mjög nákvæmlega í einhverri skruddu sem ég man því miður ekki hvað heitir.

    Kjóladæmið myndi ég geyma fyrir ársþing mongólíta sem ég held að sé handan við hornið!

  3. Hið árlega “í kjólinn fyrir jólin” -átakið er líka farið í gang hérna megin Hringbrautar. Það skal takast í þetta sinn!

  4. Enda hefur “í kjólinn fyrir jólin” enga megrunarþýðingu í mínum huga. Hérna megin Hringbrautar er verið að auka ummál upphandleggsvöðva til að kjóllinn passi betur.

  5. Ahhahha..Þú hefur allan minn stuðning elsku Siggi…Endilega spyrðu mig hvað sé sniðugt að gera til að hrista upp í svona hversdags stemmara sem allir eru komnir með leið á..

    Og ég persónulega hefði skellihlegið hefði ég séð þig hrækja á skjáinn þinn tiggjóinu þínu…Það eru bara því miður ekkert margir sem fatta þennan húmor hahaha…

    Hvernig væri bara að skella þessu í kæruleysi og bjóða uppá óvæntan vatnsslag á skrifsstofunni og blasta Joy Division!

Comments are closed.