Það er ekki ég, barnið mitt

[MEDIA=126]

Joan Baez er í þessu myndbandi jafn yfirlýsingaglöð og þóttafullur moggabloggari. En mikið ægilega er hún sjarmerandi. Hér má sjá hana syngja lag Bob Dylans: It aint me. Í kynningu á laginu, lýsir hún því yfir að hún sé mótfallin hjónabandi. Ekki líða þó nema þrjú ár frá þessum tónleikum þartil hún kynnist David Harris, sem er afskaplega aðlaðandi ungur maður. Hún fer í sleik við hann og stuttu síðar kastar hún viðhorfum sínum gagnvart hjónabandi á hauganna og giftir sig. Nokkrum árum síðar skilur hún við Harris og ákvarðar að hún verði að eilífu ein. Hún hefur til dagsins í dag, ekki gift sig aftur.

6 thoughts on “Það er ekki ég, barnið mitt”

  1. Einhver sagði mér að það væri þroskamerki að skipta um skoðun.
    Sá hinn sami hefur samt eflaust bara verið að nota það sem afsökun til að geta hent sínum viðhorfum á haugana …..

  2. Nei, að skipta um skoðun gerir menn óáreiðanlega. Þeir sem tileinka sér moggabloggíska skoðanafestu uppskera meiri gleði, ást og hamingju. Svo eru konur vitlausar í menn sem skipta aldrei um skoðun. Það er svo karlmannlegt sjáðu til.

Comments are closed.