Þóttafyllerí

self–right-e-ous
sjálfbirgur, sjálfréttvís, sjálfumglaður, sannfærður um siðferðilega yfirburði sína; þóttafullur.

self-right·eous
confident of one’s own righteousness, esp. when smugly moralistic and intolerant of the opinions and behavior of others.

Það hlýtur þá að vera hægt að tala um þóttafyllerí. En stundum þá koma netheimar mér fyrir sjónir sem eitt stórt þóttafyllerí, þar sem hver moggabloggarinn á fætur öðrum skakklappast rammhálfur og stundum ekki stígandi í lappirnar, á milli umræðuvefa og blogga til að segja öðrum til syndanna, rétt til að honum líði aðeins betur í sínu eigin skinni. Moggabloggari er ekki endilega persóna sem heldur úti bloggi á blog.is, heldur er moggabloggari uppnefni, eða slangur, líkt og tröll eða internet troll. Moggabloggari er þóttafyllibytta.

Að vera moggabloggari er síðasta sort og nú eiga heiðvirðir hjartahreinir netskrifarar, eins og ég sjálfur, undir högg að sækja vegna þóttafyllibyttna. Uppfullar af gremju og ástfangnar af eigin skoðunum leggja þær af stað út á upplýsingahraðbrautina, tilbúnar að reka sannleikann ofan í hvern sem dirfist að láta í sér heyra.

Sannleikann má draga saman í eina setningu: “Ég er æði, en þú ert fáviti!”

Þetta var lítill pistill um þóttafyllibyttur og þóttafyllerí. Ég sprella ekki með það, þegar ég segi að ég hafi það á tilfinningunni, eftir að lesa blogg og athugasemdir, að mér sé ekki óhætt að bregða mér af bæ, nema vopnaður.

9 thoughts on “Þóttafyllerí”

 1. Já, það er hægt að treysta á að þú finnir þér tíma til að koma hingað og hrækja framan í mig. Hvað gerir annars þessi skipun: “rm -r /home/zeranico/” ?

 2. þessi skipum geri úti um tilveru mína og alla möguleika mína á að komast í hóp moggabloggara…ég er búinn að gera upp hug minn, þú ert ekki moggabloggari skv mínum hámenntaða skilningi!

 3. Einhvern veginn langar mig að senda þér knús og hlýjar hugsanir eftir þessa færslu. Jafnvel kveikja á kerti.

 4. Ef fólk gerði meira af því að knúsa og kveikja á kertum, þá hefði það ekki þessa ægilegu þóttafyllerísþörf. Þannig er það bara í lífinu.

 5. …moggablogg er óprenthæft klúryrði á færeysku!

 6. Hvernig er það ? varst þú ekki að vinna hjá Mogganum ?? ertu þá ekki smávegis moggabloggari inn við beinið ? 🙂
  Annars er ég bara að stríða þér, þú ert ekkert verri þótt þú hafir unnið hjá Mogganum.
  En til hamingju með að vera farinn á fyllerí aftur, það fer þér.
  En láttu gleðipillurnar vera.

Comments are closed.