Úldin smetti
Ég lifi í litlum pappakassa.
Heimur minn er ekki mikill um sig. Af brýnni nauðsyn neyðist ég til að fara fram úr á morgnana og sækja vinnu. Ef ég fengi einhverju um þetta ráðið færi ég ekki út úr húsi. Ég héldi mig heima í hlaði og einu samskiptin sem ég ætti væru að eingöngu menguð táfýlunni af sjálfum mér. Heimur minn er lítill. Svo ber ekki að skilja að mér sé illa við fólk. Þvert á móti. Ég veit ekkert betra en að vera í kringum fólk. Ég hugsanlega gæti þrifist vel í stórborgum þar sem ég get horfið inn í heilan himinsjó af fólki. Mein mitt er að ég bý ekki í stórborg. Ég bý í henni Reykjavík og hérna sé ég sömu úldnu smettin dag eftir dag. Ég heyri sömu andstyggilegu skrílslætin helgi eftir helgi þar sem einhver stereótýpan syngur ‘ólei ólei ólei ólei’ til þess að tjá gleði sína. Einhver myndi halda að þetta væri hápunktur vikunnar en ég get fullvissað viðkomandi að svo er ekki. Bestu stundirnar mínar hér í Reykjavíkurborg er þegar túristarnir flykkjast hingað á sumrin og maður sér örla á smá diversity.
The Apprentice – season 3 – þáttur 2.
Mikið heljarinnar djöfuls samansafn af óhefluðu fólki skipar hóp Street Smart. Ég hélt ég ætlaði sjálfan mig um koll að keyra yfir einum keppandanum. Þvílíkur andskotans fáráður. Það var enginn sem komst að í hans heimi nema hann sjálfur. Ekki ósvipað undirrituðum sem er helvítis fáráður líka. En eins og yfirmaður minn segir: “Fáráður já. En góður fáráður!”