Mivrag

Þessi fagra hnáta á hug minn allan þessa daganna. Hún heitir Joanna Newsome og hefur undursamlega rödd, sem er einna líkast því þegar köttur er tekinn og stunginn með gaffli. Undanfarna mánuði hef ég legið í nýrri tónlist.
Þetta er áhugamál sem ég hef aldrei þróað af neinu sérstöku viti, en á einhverjum tímapunkti upp í skóla varð ég dauðleiður á safninu mínu og fór að vafra um tónlistarsafn þeirra sem voru á sama neti og ég. Þetta er skemmtilegur möguleiki í iTunes þar sem hægt er að deila því út með öðrum sem maður vill. Það var þá sem ég uppgögvaði Blonde Redhead. Eftir að falla kyrfilega fyrir þeirri grúppu, hugsaði ég með sjálfum mér að ég hlyti að vera að missa af allskonar gúmmilaði. Frá þeirri stundu hef ég gert það að aðaláhugmáli að finna nýja tónlist og veit ég fátt betra en að yfirhlaða sjálfan mig af kaffi, hlusta á angurværð á borð við Joanna og forrita. Svo yndislegt finnst mér það að ég gerði ekki rass annað um áramótin.

6 thoughts on “Mivrag”

  1. Velkominn í hópinn, er einmitt nákvæmlega svona þessa dagana. Mæli með Yeah Yeah Yeah’s, Interpol og Mugison. Hafðu það gott kallinn minn.

  2. Nei aldeilis ekki. Mér hefur alltaf þótt mikið til þín koma Sigurður, enda ertu bæði skemmtilegur og fagur maður. En nú gengur þú algerlega fram af mér. Ég er fús til að viðurkenna að Dollywood var súr hugmynd. En samt, maður kallar ekki Dolly Parton drullukuntu.

  3. Rólez Djeng, hún er kannski ekki með stórar töskur…en hún hefur rassgatið til að bakka andlitið á sér upp

Comments are closed.