“Staying Alive”
I’ve decided tonight I’m staying alive just kicking & screaming
Blood boiling & steaming
There are things far too dark to comprehend
Sleep on it one more night my sad old friend
Doo do Doo do Doo do Doo do
The worst is over.
Mér áður ókunn ánægjutilfinning hefur tekið sér bólfestu í hrjóstugu lundarfari mínu. Ég er uppfullur af Tinna. Tinni er staðfastur, snjall, vinalegur og með umfram integrity. Ég horfi hress og opinn í alla enda á bjarta framtíðina. Ég hef fundið út að grunnurinn að öllu í lífinu er stærðfræði. Það er ekkert sem að stærðfræði nær ekki yfir. Ég hef þess vegna ákveðið að þó svo að ég sé tregur til, þá ætli ég að nota þrákelkni mína til að verða fluent í stærðfræði. Ég er einnig í þann mund að fara að gera félagslegar breytingar á lífi mínu. Ég eyði of miklum tíma einn með sjálfum mér. Þetta gerir það að verkum að ég er oft á tíðum óhæfur til mannlegra samskipta. Þannig að þegar ég stend frammi fyrir því að þurfa að viðhafa mannleg samskipti þá gapi ég og stama eins og vangefni homminn í Húsinu á Sléttunni.
Ég hata BWI. Djöfulsins drasl flugvöllur uppfullur af drasli, sóttur af drasli í drasl tilgangi. Ekki bætir úr skák að heyra að á næsta borði situr hún Gunna graða ættuð úr fjósi, búinn að hanga hérna í BNA í 2 vikur étandi ekkert nema stökkbreytta hamborga . Ég vona að ég þurfi ekki að sitja við hliðina á helvítis gyltunni.
Ég kom við í The Manhattan Mall og hitti þar fyrir Ísraela sem var að selja Death Sea Minerals. Hann laugaði hendur mínar upp úr saltsápu. Við spjölluðum saman í dágóða stund og ég fór að rifja upp veru mína í Ísrael og hvaða áhrif landið hafði á mig. Á því tímabili sem ég var þar varð ég svo hrifinn af landi, þjóð og trúarmálum að ég varð staðráðinn í því að taka trúnna. Ég veit ekki almennilega hvers vegna, það var eitthvað sem hreif mig við þetta samfélag. Kannski var það vegna þess að þetta var svo ólíkt öllu því sem ég hafði sjálfur alist upp við. Kannski voru það jemenísku stúlkurnar uppáklæddar í herbúninga, með uzi við síðuna sem kveiktu í mér það mikinn losta að ég var tilbúinn til að búa í ultra orthodox gettói um ársbil eða svo og stúdera Tora og Talmúd.
Ég held ég hafi aldrei hrúgað á mig öðru eins magni af fötum. Ég hef um það grun að tískan hafi loksins tekið ástfóstri við mig. Ég er alveg fyrirmynda íslendingur í þessari ferð. Á mig hefur runnið kaupæði sem aldrei fyrr. Talandi um það að vera íslendingur, ég heyrði í einhverjum ógeðslegum landsbyggðaríslendingum hér á götum borgarinnar. Um mig fór hrollur. Ég get ekki sagt að ég hlakki mikið til að fara heim. En hér hef ég svosem ekkert að gera lengur. Ég hef að mestu til haldið mig á Manhattan. Ég hef gengið hér fram og aftur eins og fucking fáviti. Ég er á því að ekkert standist þessari borg samanburð.
Ég hef fallið fyrir Damien Rice í þessari ferð. Að fyrstu var það lagið The Blower’s Daughter úr snilldarmyndinni Closer. Ég er svona c.a búinn að spila það 40 sinnum á einni viku. Myndin Closer situr pikkföst í hausnum á mér. Mér finnst kuldinn í henni passa afar vel við uppákomur síðustu daga. Þetta er allt saman bara kjaftæði. Ég hefði betur mátt átta mig á því fyrir langa löngu síðan. Ég er furðulostinn yfir því hversu mikið djöfuls fífl ég hef hæfileika til að vera. Það er svo gott sem leitin af öðru eins djöfuls fífli. Nema þá kannski _ _ _ _ _ _ _.

Ég hef lokið einu af erfiðari verkefnum lífs míns. Ég er þreyttur og ég hlakka til að komast heim til Íslands. Ég er merkilega sáttur við málalok. Ég kann vel að meta New York. Andrúmsloftið hér er alveg einkennilegt. Ég hugsa að annað hvort samlagist maður New York á fyrstu klukkustundunum, eða bara alls ekki. Fyrsta klukkutímann fór um mig hrollur og viðbjóðstilfinning. Þegar líða fór á daginn var ég orðinn mun líflegri. Ég hef alveg hug á að eyða einhverjum tíma hér við aðrar aðstæður en þær sem ég er að koma úr.
Við komu mína til borgar hins himneska friðar, (eða var það eitthvað annað sem þessi borg er kennd við?) þá neyddist ég til að taka neðanjarðarlest mér til mikils hryllings. Klukkan var seint að kveldi og megnið af því fólki sem var þarna saman komið var meira en lítið einkennilegt. Mér fannst sem ég hefði lallað inn í kvikmynd Martin Scorcese Taxi Driver og átti von á að einhver hæfi skothríð hvað og hverju. Ég var meira en lítið skelkaður, það verður að segjast eins og er. Ég var eiginlega bara felmtri sleginn.
Þessi gullfallega stúlka er sellóleikari hljómsveitarinnar Cursive. Hún á ættir sínar ekki að rekja til neinna drulluháleista, því hún tilheyrir Cohn ættinni, sem er síður en svo ömurleg ætt. Það hefur tekið mig reyndar dágóðan tíma að venjast tónlist Cursive, en ég er núna orðinn gersamlega háður henni. Þetta er ekki þessi hefðbundna sjálfsmorðstónlist sem ég hef lagt hlustir við, heldur er þetta ívið rokkaðra. Þannig var nú það. Blog dagsins er semsagt um tónlist, en ekki hvað ég er frústreraður á ákveðinni manneskju.